oliuleit, landvernd.is

Engu fórnað með banni við olíuleit

Engu er fórnað með því að banna olíuleit- og vinnslu þar sem ekki fer fram virk leit að olíu í lögsögu Íslands. Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bannið með lagasetningu strax.

Við sendum inn umsögn vegna áforma um niðurfellingu laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis og breytingu á lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Sjá má umsögnina í heild sinni með því að smella á hnappinn neðst í greininni.

Tímabært að hætta olíuleit 

Landvernd styður áformin heilshugar og telur þau nauðsynleg til þess að staðfesta yfirlýstan vilja Íslands í verki til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu er fórnað með því að banna olíuleit- og vinnslu þar sem ekki fer fram virk leit að olíu í lögsögu Íslands. Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bannið með lagasetningu strax.

Í samræmi við orkustefnu

Áformin eru í samræmi við orkustefnu fyrir Ísland þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2050, við stjórnarsáttmálann þar sem Ísland skal verða jarðefnaeldsneytislaust fyrir 2040 og við Parísarsáttmálann sem Ísland hefur undirritað.

Landvernd vill nota tækifærið og hrósa ríkisstjórninni fyrir metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Áform þau sem hér er lýst eru góð og ódýr leið til að hefja þessa. mikilvægu vegferð.

Sýnum vilja í verki

Í framhaldinu væri afbragð fyrir íslenska ríkið að gerast aðili að bandalagi þjóða sem hafa skuldbundið sig til þess að leyfa ekki nýja olíu- og gasvinnslu (Beyond Oil and Gas Alliance) og skipa sér þar með í fremstu röð þjóða sem sýna í verki vilja til að takast á við loftslagsvána.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.