Dyrhólaós_Reynisfjall__hringvegur_landvernd_ss1939779289

Færsla á hringvegi um Mýrdal – umsögn

Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér matsáætlun vegna umhverfismats á færslu Hringvegar um Mýrdal en vísar jafnframt í bréf sitt til Vegagerðarinnar frá 25. janúar 2021. Sjá umsögnina í heild sinni neðst í greininni.

Aðalvalkosturinn ekki fýsilegur

Mjög margar vel rökstuddar athugasemdir hafa komið fram um aðalvalkost að gera nýjan veg um Dyrhólaósinn og jarðgöng um Reynisfjall og austur um vegstæði við sjávarsíðuna. Þetta vegastæði mun hafa afar neikvæð áhrif á lífríki, landslag og upplifun ferðmanna. Um það er tæplega deilt. Auk þess vofir yfir alvarleg náttúruá eins og fram kemur í umsögn Veðurstofunnar.

Í hinum óvenju mörgu og vönduðu innsendu athugasemdum við tillögu að matsáætlun koma fram vel rökstuddar ábendingar um að ekki sé augljóst að markmiðum um aukið umferðaröryggi verði náð með því að flytja Hringveginn í þetta áformaða vegstæði, sem nefnist skipulagslína í mynd á bls. 10 í matsáætluninni.

Þá koma fram góðar hugmyndir og tillögur um hvernig má bæta umferðaröryggi með bótum á núverandi vegi. Í þessu sambandi leggur stjórn Landverndar til að lagt verði mat á hvernig megi nýta skógrækt til að draga úr sviptivindum á veginum norðan og austan við Reynisfjall og með þeim hætti bæta umferðaröryggi með náttúrlegum lausnum.

Einstakt svæði sem um ræðir

Stjórn Landverndar minnir enn og aftur á eftirfarandi lýsingu sem er að finna í skýrslu Vegagerðarinnar um Hringveg um Mýrdal frá 2008:

„Í Mýrdalshreppi er gróðursæld, frjósemi og fjölbreytni í gróður-og fuglalífi mikil. Veðurfar er einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri. Í Reynisfjalli og Dyrhóley eru þekkt kennileiti og búsvæði fjölda fuglategunda. Austan undir Reynisfjalli dafna ótal mörg afbrigði blóma-og grastegunda en hvergi annars staðar á landinu vaxa jafn margar tegundir á einum stað.

Ströndin í Vík og Reynisfjara eru taldar meðal fegurstu stranda Evrópu með Reynisdröngum í austri og Dyrhólaey í vestri og eru því vinsæll staður kvikmynda- og auglýsingagerðarmanna, bæði innlendra og erlendra. Hafnleysa er í öllum Mýrdalnum og því sjósókn æði torsótt.“

Á áformuðu vegstæði um Dyrhólaós og göng um Reynisfjall eru náttúrminjar á Náttúruminjaskrá sem ástæða þykir til að friðlýsa samkvæmt náttúruverndaráætlun. Landvernd fór vel yfir þetta í bréfi sínu 25. janúar 2021. Dyrhólaey, yndislegt friðland og vinsæll áningarstaður, mun liggja að áformuðu vegstæði. Bæði náttúru og vinsælum áningarstöðum ferðamanna verður spillt með vegagerð samkvæmt skipulagslínu.

Það eru aðrir, betri kostir í boði

Lög kveða á um að náttúruverðmætum megi ekki spilla nema að mjög brýn nauðsyn kalli. Í tillögu að matsáætlun kemur fram að góðir valkostir eru fyrir hendi. Valkostir sem valda munu mun minni skaða en vegur um Dyrhólaós með göngum um Reynisfjall. Valkostir sem bæta munu umferðaröryggi til muna. Valkostir sem eru mun ódýrari í framkvæmd. Valkostur sem felur í sér að ekki þarf að viðhalda þarf tvöföldu vegakerfi með vetrarþjónustu og viðhaldi og fórn á ræktarlandi.

Vegagerðin getur því ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Reikna má fastlega með að Vegagerðin geti ekki fyrir dómstólum sýnt fram á að brýn nauðsyn kalli á vegagerð skv. skipulagslínu.

Stjórn Landverndar kallar því eftir því að röðun valkosta verði breytt, að valkostur nr. 4 verði aðal valkostur í matinu og aðrir möguleikar hafðir til samanburðar. Það er deginum ljósara að valkostur 4 hefur alla möguleika á að þjóna hlutverki sem örugg samgönguleið um Suðurland af sömu gæðum og gengur og gerist almennt á hringveginum.

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top