Fáum við aldrei nóg?

Guðrún Schmidt er sérfræðingur Skóla á grænni grein, landvernd.is
Guðrún Schmidt fræðslustjóri og sérfræðingur hjá Landvernd skrifar​.
Þolmarkadagur Jarðar - dagurinn þar sem við erum farin að lifa á yfirdrætti sem börnin okkar þurfa að greiða upp er 28. júlí 2022. Guðrún Schmidt skrifar.

Ár eftir ár er verið að benda á þol­marka­dag Jarðar þar sem mann­kynið er búið að nota meira af auð­lindum en Jörðin gæti end­ur­nýjað á sama ári. Í ár er sá dagur í dag, 28. júlí og hefur aldrei áður verið eins snemma árs. Héðan í frá og út árið lifum við á kostnað nátt­úr­unn­ar, á kostnað þeirrar sem líða skort og á kostnað barna, barna­barna og barna­barna­barna okk­ar.

Ár eftir ár verður aug­ljós­ara hvert stefnir og hversu gíf­ur­legar afleið­ingar okkar arð­rán hefur bæði á nátt­úr­una, aðrar líf­verur og fyrir okkur sjálf. Nú eru afleið­ingar ekki ein­ungis áþreif­an­legar í fjar­lægum löndum heldur hafa fært sig nær okkar hér í vest­rænum löndum með hita­bylgj­um, skóg­ar­eld­um, þurrk­um, vatns­skorti og flóð­um.

Ár eftir ár er verið að krefj­ast breyt­inga og aðgerða og ár eftir ár tala stjórn­mála­menn um vænt­an­legar aðgerðir og áætl­anir sem eiga að leysa vand­ann, en ekki núna strax heldur eftir ein­hver ár – og færa þar með ábyrgð­ina og áætl­aðar aðgerðir áfram í tíma til að þurfa ekki að taka á mál­unum af festu núna. Áætl­anir þeirra taka yfir­leitt heldur ekki nóg á rót vand­ans til að stöðva ósjálf­bæra fram­leiðslu­hætti, arð­rán á nátt­úr­unni og þeim sem minna mega sín, óseðj­andi neyslu­menn­ingu og órétt­læti. Varla finn­ast lög og reglur sem eiga að breyta veru­lega fram­leiðslu­háttum og neyslu­brjál­æði. Í stað­inn telja þeir sjálfum sér og okkur trú um að það væri nóg að minnka aðeins meng­un, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og röskun vist­kerfa við hverja ein­ingu fram­leidda eða við hverja athöfn án þess að stefna að því að minnka stór­lega fjölda ein­inga sem eru fram­leiddar og fækka athöfn­um. Slíkt getur frekar kall­ast græn­þvottur frekar en alvöru aðgerð­ir.

Ár eftir ár breyt­ist lítið til hins betra og ástandið versnar bara og ár eftir ár höldum við áfram að lifa líf­inu eins og ekk­ert sé að og færum vanda­málin fram til fram­tíð­ar, í hendur barn­anna okk­ar. Við vitum nóg um orsakir, afleið­ingar og nauð­syn­legar aðgerð­ir. Er ekki komið nóg af tali og aðgerða­leysi? Brettum upp ermarnar og látum í okkur heyra. Krefjum stjórn­völdin um alvöru aðgerðir strax! Á meðan við hvert og eitt verðum að minnka okkar eigið vist­spor og breyta okkar lifn­að­ar­háttum verða stjórn­völd að sjá um rót­tækar kerf­is­breyt­ing­ar. Slíkar væru m.a. breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, lögum og reglum sem geta sett tak­mörk á þessa gíf­ur­legu ágengni og arð­rán okkar á móðir Jörð sem við höfum hvorki sið­ferð­is­lega leyfi til né efni á ef við viljum ekki stefna okkur sjálfum í hættu.

Ár eftir ár hefur þol­marka­dagur Jarðar færst framar á árinu – við verðum að láta árið 2023 markar upp­haf á veru­legum breyt­ingum á því og seinka þol­marka­deg­inum með því að fara í nauð­syn­legar breyt­ingar og aðgerðir strax í dag!

„Lifðu ein­falt svo aðrir geti ein­fald­lega lif­að.“ (Móðir Ter­esa)

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum þann 28. júlí 2022. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd