Í frumvarpi til laga laga um meginreglur umhverfisréttar er lagt til að fimm af meginreglum umhverfisréttar verði fundin farvegur í íslenskri löggjöf. Það er fagnaðarefni að þessar fimm meginreglur virðist nú vera á leið inn í löggjöf á Íslandi en umhverfisréttur hefur staðið höllum fæti á Íslandi.
Í umsögn Landverndar er bent á að í alþjóðlegum umhverfisrétti er að finna nokkrar meginreglur sem ekki er ætlunin að lögleiða með þessu frumvarpi. Landvernd hefði viljað sjá lögleiðingu fleiri reglna og saknar þess einkum að reglan um þátttöku almennings, í anda Árósarsamningsins, skuli ekki lögleidd í þessu frumvarpi. Í því samhengi minna samtökin á að öll ESB lönd hafa fullgilt Árósarsamninginn og löngu tímabært að ísleknsk stjórnvöld geri slíkt hið sama.
Landvernd hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn um frumvarpið.