hesturisland

Fjölgun blóðmera hefur miklar afleiðingar fyrir beitarálag – umsögn

Það segir sig sjálft að slík aukning í fjölda blóðmera hefur afar miklar afleiðingar fyrir beitarálag. Það má fastlega reikna með því að gróðurlendi verði spillt gangi áform um framleiðslu Ísteka eftir.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér tillögu að starfsleyfi fyrir Ísteka ehf um aukningu á framleiðslu lyfjaefnis úr blóði hryssa. Umsögnina í heild sinni má finna neðst í greininni.

Aukin framleiðsla lyfjaefnisins getur haft í för með sér umtalsverða fjölgun á fjölda blóðmera. Ef marka má upplýsingar sem fram hafa komið, gæti fjöldi blóðmera u.þ.b. fjórfaldast frá því sem nú er og farið í um 20.000. Í umfjöllun RÚV segir að svo geti þá farið að þriðja hver hryssa á Íslandi verða blóðmeri ef leyfið er fullnýtt.

Land er takmörkuð auðlind

Grundvallarskilyrði að merar hafi aðgang að góðum úthaga
Grundvallarskilyrði fyrir starfsemi Ísteka er að þær merar sem nýttar eru til blóðtöku hafi aðgang að nægum og góðum úthaga sem heldur gildi sínu til lengri tíma þrátt fyrir beitarnotin. Land og gróður er takmörkuð auðlind.

Í landgræðslulögum er kveðið á um „að nýting lands skal vera sjálfbær þannig að ekki sé gengið á auðlindir þess og þær endurheimtar eins og unnt er, og jafnframt að viðgangur og virkni vistkerfa haldist. Nýting lands skal byggjast á viðmiðum um sjálfbærni, sbr. 11. gr.“ Að farið sé að framangreindu ákvæði er í raun grundvallarforsenda fyrir starfsemi Ísteka.

Það segir sig sjálft að slík aukning í fjölda blóðmera hefur afar miklar afleiðingar fyrir beitarálag. Það má fastlega reikna með því að gróðurlendi verði spillt gangi áform um framleiðslu Ísteka eftir.

Dýravelferð batnar ekki með fjölgun blóðmera

Ákvæði um velferð dýra er önnur grundvallarforsenda. Rannsóknir benda til þess að dýrvelferð sé ábótavant í starfsemi Ísteka, a.m.k. í hluta starfseminnar þrátt fyrir að dýralæknar fylgst með henni. Það er deginum ljósari að þessi þáttur starfseminnar batnar ekki með því að allt að fjórfalda fjölda blóðmera. Þvert á móti má fastlega búast við að eftirlit og framfylgd dýravelferðarákvæða verði enn erfiðari eftir því sem stóðunum fjölgar. Þá mun slátrun folalda margfaldast og óljóst hvort það sé fyrir afkastageta í sláturhúsum eða markaður fyrir afurðirnar.

Nýjustu umsagnir Landverndar

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.