DSC_0212

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk – Umsögn um Rammaáætlun 3

Landvernd hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar athugasemdir sínar vegna skýrsludraga um flokkun virkjunarhugmynda.

Landvernd hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar athugasemdir sínar vegna skýrsludraga um flokkun virkjunarhugmynda.

Landvernd telur að meðan að ekki er skýr orkustefna í landinu sem segi til um hve mikið megi virkja, á hvaða forsendum og í hvað eigi að nota orkuna, séu ekki forsendur fyrir því að flokka jafnmargar virkjunarhugmyndir í orkunýtingarflokk eins og drög verkefnisstjórnar gera ráð fyrir. Landvernd fagnar því að þremur stórum vatnasviðum, Héraðsvötnunum í Skagafirði, Skaftá og Skjálfandafljóti, er raðað í verndarflokk. Landvernd telur þó að fleiri svæði beri að setja í verndarflokk en drög verkefnisstjórnar gera ráð fyrir, ekki síst vatnasvið Hólmsár sem hlaut fjórða hæsta verðmætamatið í röðun faghópa. Vatnasvið Hólmsár og Hvítár og jarðhitasvæðin á Krýsuvíkursvæðinu og í nágrenni Hengladala hljóta verðmætamatseinkunn yfir meðalgildi, en raðast samt ýmis í biðflokk eða nýtingarflokk. Landvernd telur því að breyta þurfi flokkun þessara svæða.

Það er mat Landverndar að sérstakt verðmæti (ómetanleiki) sé fólgið í verndun miðhálendis Íslands og möguleikum á stofnun þjóðgarðs. Þá séu ríkir almannahagsmunir fólgnir í verndun svæðisins með vísan til náttúruverndarlaga. Það sama gildi um Reykjanesfólkvang og mögulegt verndarsvæði í Hengladölum. Að mati Landverndar þarf að taka aukið tillit til þessara þátta við röðun verkefnisstjórnar og setja virkjunarhugmyndir á þessum svæðum í verndarflokk rammaáætlunar.

Landvernd leggur þannig sérstaka áherslu á að allar virkjunarhugmyndir inn á miðhálendi Íslands fari í verndarflokk og þar verði stofnaður þjóðgarður. Ekki var búið að stofna nefnd umhverfis- og auðlindaráðherra sem ætlað er að kanna forsendur fyrir þjóðgarði á svæðinu þegar verkefnisstjórn lauk við skýrsludrög sín þann 11. maí sl. Ljóst er að þetta breytir forsendum röðunar allra virkjunarhugmynda á hálendinu og ættu þær hið minnsta að fara í biðflokk meðan þjóðgarður á svæðinu er til skoðunar.

Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við flokkun virkjunarhugmynda á Reykjanesskaga, en með drögum verkefnisstjórnar eru langflest svæði þar komin í nýtingarflokk. Allt eru þetta jarðvarmavirkjanir, en óvissa ríkir um langtíma heilsufarsleg áhrif brennisteinsvetnis. Nýleg doktorsritgerð hérlendis bendir til þess að þau áhrif gætu verið alvarlegri en áður var vitað. Þá er svæðið, ekki síst Reykjanesfólkvangur, vinsælt útivistarsvæði í næsta nágrenni stærsta þéttbýlissvæðis á Íslandi og á Reykjanesskaga má finna óbyggð víðerni sem er afar sérstætt í svo miklu návígi við þéttbýlt höfuðborgarsvæðið.

Landvernd gerir athugasemdir við flokkun Urriðafossvirkjunar og Holtavirkjunar í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk, en að mati samtakanna skortir rannsóknir á samfélagslegum áhrifum þeirra og enn er mikil óvissa um áhrif þeirra á hinn stóra laxastofn sem í ánni finnst.

Landvernd gerir einnig athugasemd við röðun Austurgilsvirkjunar í nýtingarflokk án þess að verðmætamat hafi farið fram á henni. Þrátt fyrir að verkefnisstjórn taki fram að flokkun virkjunarhugmyndarinnar sé gerð með fyrirvara um verðmætamat, telur Landvernd hana ekki hafa forsendur til að flokka hugmyndina með þessum hætti. Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun munu hafa mikil neikvæð áhrif á víðerni sunnan Drangjökuls.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.