Forsendur álvers í Helguvík brostnar?

Grindavík hafnar nýjum línuleiðum. Sandgerði hefur hafnað háspennulínum um Ósabotna og Stafnes. Vogar vilja sjá jarðstreng sem vakost. Ef marka má orð framkvæmdastjóra Landsnets er álver í Helguvík ekki lengur raunhæfur kostur.

Engar háspennulínur í Grindavík

Grindavík hafnar nýjum línuleiðum. Sandgerði hefur hafnað háspennulínum um Ósabotna og Stafnes. Vogar vilja sjá jarðstreng sem vakost. Ef marka má orð framkvæmdastjóra Landsnets er álver í Helguvík ekki lengur raunhæfur kostur.

Á fundi hjá skipulags og bygginganefnd Grindavíkur þann 13. september 2007 var öllum nýjum línuleiðum í landi Grindavíkur hafnað. Nefndin samþykkir aðeins háspennulínur meðfram þeim línum sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Í vor hafnaði Sandgerðisbær háspennulínum fyrir hugsanlegt álver í Helguvík og stóð bæjarstjórnin við ákvörðun sína þrátt fyrir ítrekaðar óskir Landsnets um að fá að leggja háspennulínu um Ósabotna og Stafnes. Nýlega neitaði bæjarráð í Vogum að taka afstöðu til þeirra valkosta sem Landsnet bauð upp á þar sem jarðstrengir voru ekki í boði þrátt fyrir óskir þess efnis á fundi með Landsneti. Þar með virðist ljóst að ef álver rís i Helguvík þá þarf að flytja alla orku með jarðstreng. Ef marka má orð Þórðar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Landsnets, virðist álver í Helguvík þar með ekki raunhæfur kostur.

Í Morgunblaðinu þann 13. febrúar s.l. var haft eftir Þórði Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Landsnets, að aðeins sé hægt að tryggja fullnægjandi afhendingaröryggi fyrir álver með loftlínum. Álver þoli ekki nema nokkurra klukkutíma straumrof og gríðarlegir hagsmunir séu í húfi og það taki nokkra daga og upp undir hálfan mánuð að finna bilanir og gera við jarðstreng. Ef álver rís í Helguvík væri sumum jarðstrengjanna ætlað að vera á jarðskálfta og jarðhitasvæði. Í ljósi orða framkvæmdastjóra Landsnets og umfjöllunar Hitaveitu Suðurnesja um ókosti jarðstrengja á jarðhitasvæðum, verður að draga fýsileika þeirrar lausnar í efa og þar með virðsist álver í Helguvík ekki tæknilega raunhæfur kostur.

[Viðbót við frétt, sett inn 16. september: Nú þegar ljóst er að línur er ekki valkostur í stöðunni dregur Þórður í land fyrri ummæli, sbr. frétt á RÚV. Gott var þá að ég skyldi hafa inni fyrirvarann „ef marka má orð Þórðar Guðmundssonar“. Bergur Sigurðsson.]

Leiðin sem Grindavík hefur fallist á felur í sér jarðstreng yfir Sveifluháls rétt ofan við Seltún. Á þessum slóðum í Sveifluhálsi eru ummerki jarðhita sýnileg á yfirborði. Samkvæmt eldri gögnum frá Hitaveitu Suðurnesja* er áhættusamt að leggja jarðstrengi um jarðhitasvæði. Hitastigsbreytingar hafa áhrif á flutningsgetu jarðstrengja. Þá fylgir umtalsvert jarðrask lagningu jarðstrengja eins og fram kom i umfjöllun um jarðstreng sem valkost við Reykjanesvirkjun:

„Við lagningu jarðstrengs […] er […] ekki hægt að taka tillit til hraunmyndana með því að sveigja hjá þeim eins og við slóðir meðfram loftlínum. Því verða varanleg áhrif af völdum jarðstrengs meiri en af völdum línuvegar meðfram loftlínu…“ Og síðar í sömu skýrslu segir: „Jarðrask vegna lagningu strengsins verður þriggja metra breitt belti með Nesvegi frá enda Sýrfellsdraga að Lónsbraut svo og fimm til sex metra breið spilda með Lónsbraut að norðan.“*

Bókun skipulags og bygginganefndar Grindavíkur þann 13. september:
Nefndin hafnar línuleiðum 1 og 2. Nefndin samþykkir leið 3 – áfangi 2 (aukakostur) sbr. meðfylgjandi teikningu, en með eftirfarandi breytingum: háspennulögn frá núverandi Suðurnesjalínu að Rauðamel verði í jörðu og að fyrirhuguð háspennulína norðan við Litla-Skógfell verði færð í jörðu samhliða fyrirhugaðri háspennulínu frá núverandi Suðurnesjalínu að Rauðamel. Nefndin samþykkir því engar frekari háspennulínur í lofti nema meðfram þeim háspennulínum sem fyrir eru í sveitarfélaginu.

Bókun bæjarráðs Voga, 12. ágúst 2007
Bæjarráð getur ekki tekið afstöðu til erindisins þar sem allur samanburður valkosta miðast eingöngu við lagningu loftlína en ekki jarðstrengja líkt og fulltrúar sveitarfélagsins óskuðu eftir á fundi með Landsneti þann 8. júní síðastliðinn.

Kostnaður við 220 kV jarðstreng er u.þ.b. 5 sinnum meiri en kostnaður við 220 kV háspennulínu. Mynd: Morgunblaðið.

*Tilvitnuð gögn, Reykjanes – Rauðimelur, Breyting á legu 220 kV háspennulínu matsskýrsla.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top