MediaHandler

Neikvæð umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar – Fréttatilkynning

Skipulagsstofnun hefur nú staðfest það sem Landvernd hefur haldið fram að umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar verði verulega til umtalsvert neikvæð, m.t.t. þeirra þátta sem metnir voru, þ.e. landslags, útivistar og ferðaþjónustu. Áhrif á lífríki og landeyðingu voru ekki metin, illu heilli, en þau munu ekki síður verða alvarleg. Samtökin furða sig jafnframt á ummælum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að niðurstaða Skipulagsstofnunar skipti engu máli fyrir framkvæmdina.

Skipulagsstofnun hefur nú staðfest það sem Landvernd hefur haldið fram að umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar verði verulega til umtalsvert neikvæð, m.t.t. þeirra þátta sem metnir voru, þ.e. landslags, útivistar og ferðaþjónustu. Áhrif á lífríki og landeyðingu voru ekki metin, illu heilli, en þau munu ekki síður verða alvarleg. Samtökin furða sig jafnframt á ummælum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að niðurstaða Skipulagsstofnunar skipti engu máli fyrir framkvæmdina.

Landvernd og margir fleiri hafa ítrekað bent á neikvæð umhverfis- og samfélagsáhrif Hvammsvirkjunar. Fyrsta umhverfismat virkjunarinnar fór fram árið 2003 en var endurtekið að hluta, þ.e. fyrir landslag, útivist og ferðaþjónustu, eftir úrskurð Skipulagsstofnunar árið 2015. Landvernd taldi þá (sbr. bréf dags. 25. september 2015) og telur enn að full ástæða hefði verið til að taka umhverfismatið upp í heild sinni og þá ekki síst áhrif framkvæmdarinnar á lífríki (einkum laxfiska), setflutninga og samfélag.

Í umsögn Landverndar um matsskýrslu Eflu (dags. 6. júlí 2017) fyrir landslag, útivist og ferðaþjónustu kom fram hörð gagnrýni á umhverfismatið en niðurstaða þess var að fyrirhuguð Hvammsvirkjun muni hafa óveruleg neikvæð áhrif á ferðamennsku og útivist á athugunarsvæðinu öllu. Þá komst Efla að þeirri niðurstöðu að áhrifin á landslag og ásýnd lands væru óverulega til talsvert neikvæð eftir svæðum. Niðurstaða verktaka Landsvirkjunar var því í öllum punktum mun mildari en niðurstaða Skipulagsstofnunar og fjölmargra annarra sem sendu inn athugasemdir.

Landvernd bendir á að þetta er ekki í fyrsta, og væntanlega ekki í síðasta skipti, sem umhverfismatsfyrirtæki (í þessu tilviki Efla) sem launað er af framkvæmdaraðila (í þessu tilviki Landsvirkjun) kemst að hagfelldari niðurstöðu í umhverfismati en óháð stjórnvald. Þetta fyrirkomulag, að beinir eða óbeinir hagsmunaaðilar sjái um umhverfismat, er löngu gengið sér til húðar.

Landvernd átelur líka framkomu forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, í fjölmiðlum. Þar sagði hann „óhjákvæmilegt að framkvæmd eins og Hvammsvirkjun hafi mikil áhrif á landslag„ en yppti að öðru leyti öxlum yfir áfellisdómi Skipulagsstofnunar og sagði hann engin áhrif hafa á framkvæmdina nema bara að þeir muni vanda sig eins og mögulegt er (https://www.facebook.com/RUVfrettir/posts/1983790161654883). Í matsferlinu aftur á móti drógu Landsvirkjun og verktaki þess, Efla, verulega úr áhrifum framkvæmdarinnar á landslag. Það að virkjunaraðilar geti komist upp með að hunsa álit óháðs stjórnvalds er annar nagli í líkkistu núverandi fyrirkomulags um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.

Landvernd telur mótvægisaðgerðir í þessu tilviki í besta falli klór í bakkann og að eina leiðin til að koma í veg fyrir óafturkræf og verulega neikvæð umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar sé að falla frá framkvæmdinni.

Fram hefur komið í fréttum að Landsvirkjun sé að ljúka við virkjanir sem skila 190 MW af rafmagni inn í kerfið. Að mati Landverndar er það yfirdrifið nóg raforka til að viðhalda íslensku samfélagi næstu árin. Stóriðjustefnan er jú dauð samkvæmt áherslum sitjandi ríkisstjórnar.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd, í síma 897 9975.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.