Gæðaskólar – Fundur fyrir leikskólastig 11. febrúar 2021

Gæðaskólar á grænni grein eru leiðandi í menntun til sjálfbærni á Íslandi
Gæðaskólar á grænni grein - Leikskólar verður haldinn þann 11. febrúar nk. Hér má finna dagskrá og upplýsingar um fundinn.

Skólar á grænni grein standa fyrir fundunum Gæðaskólar á grænni grein – Fundir skólastiga í febrúar og mars 2021. 

Á fundinum kynnum við nýtt námsefni, ræðum um menntun til sjálfbærni og miðlum góðum og praktískum verkefnum frá skólum sem eru á grænni grein.

Öll velkomin

Fundirnir eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum. Við beinum sjónum að því hvernig skólar vinna að menntun til sjálfbærni. 
Fundurnir eru að þessu sinni opnir öllum, einnig þeim sem eru ekki skráðir á græna grein.  Skólar geta sent eins marga fulltrúa á fundina og þeir vilja. 

Fjarfundur

Fundurinn fer fram á Zoom. Athugið að sumir skólar geta aðeins tengst við Zoom í gegnum vafra. Hér eru leiðbeiningar um hvernig má tengjast ZOOM í gegnum vafra. Skólar sem hafa ekki leyfi til að hlaða niður forritinu (m.a. skólar í Reykjavík) geta tengst fundinum í gegnum vafra.  

Skráðir þátttakendur fá sendan tengil á netfundarstað fyrir fundinn. 

Dagskrá 11. febrúar 2021

13:00 – 13:30 Opnun, stutt skilaboð frá Skólum á grænni grein.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, opnar fundinn. 

13:30 – 14:00 Nýjungar hjá Skólum á grænni grein. 
Þátttakendur velja eina af tveimur vinnustofum:

  1. Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld: Nýtt námsefni fyrir leikskóla þar sem lífbreytileiki er rauður þráður. Sigurlaug Arnardóttir kynnir. 
  2. Skólar á grænni grein – leiðandi í menntun til sjálfbærni: Um Skóla á grænni grein og tengsl verkefnisins við menntun til sjálfbærni. Margrét Hugadóttir kynnir. 

14:00-14:40 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.

Aldingarður æskunnar – Tjarnarsel
Áslaug Unadóttir og Fanney M. Jósepsdóttir segja frá verkefninu Aldingarður æskunnar sem er samstarf leikskólans og
Garðyrkjufélags Suðurnesja og tengingu átthagaverkefnis við grunnþætti menntunar.

Lýðræði barna – Hálsaskógur
Bryndís Björk Eyþórsdóttir, Dorte Petersen og Jónína Guðný Bjarnadóttir segja frá því hvað leikskólar geta gert til að efla lýðræði ungra barna. 

Auknar kröfur eru um að fjallað sé um lýðræði barna í menntun þeirra. Þetta sést víða t.d. eru lýðræði og mannréttindi hluti af grunnþáttum menntunar, skólarnir eiga að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í þemanu átthagar og landslag í Skólum á grænni
grein er lögð áhersla á lýðræði. 

14:40-15:00 Kaffihlé

 

15:00-15:20 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.

Lýðheilsa – Álfheimar
Margarita Hamatsu segir frá verkefni þar sem nemendur enduspegla og læra um sjálfan sig, fjölskyldu, vini, umhverfi, náttúru og bæinn sem þau búa í. Börnin finna að þau tilheyra fjölskyldu, leikskólahópnum, umhverfi og nærsamfélagi.

15:20-15:45 20 ára afmælisár Skóla á grænni grein: Hvernig fögnum við saman? Hugstormun.

15:45 Fundarslit
 
   

Nánar um landshlutafundi

Fundir Skóla á grænni grein eru hluti af starfsþróun kennara í þátttökuskólum verkefnisins. Landshlutafundir eru haldnir annað hvert ár á móti ráðstefnu og eru að jafnaði tíu talsins á tíu mismunandi stöðum á landinu. Á fundina mæta fulltrúar frá skólum af sama svæði á landinu. Þetta er liður í því að tengja saman skóla á sama svæði og hvetja til samvinnu og samtals á milli skóla. Þó fundirnir séu sérstaklega miðaðir að skólum í verkefninu eru þeir einnig opnir fulltrúum annarra skóla.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd