20070314141030170513

Gjábakkavegsvandinn: bent á hugsanlega lausn

Landvernd og NS hafa lagt til að legu Gjábakka- vegar verði breytt, þannig að leiðin liggi utan vatnasviðs Þingvallavatns. Tillagan gerir ráð fyrir að vestari hluti vegarins liggi sunnar en nú er ráðgert, nærri norðvestur mörkum Lyngdalsheiðar.

Tillaga Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands um lausn á Gjábakkavegsvandanum

Eins og kunnugt er stendur styr um vegstæði nýs svokallaðs Gjábakkavegar (Lyngdalsheiðarvegar) en sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur sóst eftir að lagður yrði nýr heilsársvegur á þessum slóðum til þess að bæta vegasamgöngur.

Vegagerð ríkisins hefur lagt til veg norðan við Lyngdalsheiði og vestur að Þingvallavatni sem á að vera heilsársfær með 90 km/klst hámarkshraða (Leið 3+7). Hlutverk vegarins á að vera að tengja Þingvallasveit við Laugarvatn eða aðra hluta sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, en megin þess að mannfjölda og frístundahúsum er í Biskupstungum.

Margir umsagnaraðilar hafa verið ósáttir við umrætt vegstæði vegna hættu á að veglagning á þeirri leið spilli mikilvægum umhverfis- og náttúruverðmætum sem varði þjóðina alla. Má þar nefna rask á hrauni sem er verndað og að hætta sé á að mengun samfara slíku vegstæði gæti haft áhrif á grunnvatnsstrauma og þar með líklegt framtíðarvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Svæðið sé jafnframt nálægt elsta þjóðgarði Íslendinga á Þingvöllum sem er á heimsminjaskrá UNESCO og að fara þurfi afar varlega í vegagerð í námunda. Þá geti vegagerð á framtíðar vatnsverndarsvæði haft áhrif á lífríki í sjálfu Þingvallavatni sem sé friðað.

Stjórn Landverndar hefur áður bent á kosti þess að endurbæta núverandi Gjábakkaveg (Leið 1) en í þeirri stöðu sem nú er komin upp er eftirfarandi lagt til:

1. Að austari hluti nýs vegar (Leið 3) verði lagður eins og Vegagerðin áætlar.
2. Að vestari hluta vegarins (í Þingvallasveit) verði breytt með þeim hætti að vegstæðið liggi sunnar en nú er ráðgert og fylgi norðvesturmörkum Lyngdalsheiðar (eða því sem næst).

Á meðfylgjandi korti er þetta vegstæði sýnt myndrænt (Leið 8). Þessi vegur yrði að líkum betri vegur til langrar framtíðar en aðrar lausnir sem lagðar hafa verið fram, af eftirtöldum ástæðum:

1. Með því að leggja vestari hluta vegarins sunnar yrði dregið verulega úr hættu á mengun framtíðar vatnsbóla. Fyrirhugaður vegur liggur um ofanvert svæði það, sem líklega yrði vatnsbólasvæði höfuðborgarsvæðisins, þegar þrengdi að á vatnsbólasvæðum nær þeirri byggð, e.t.v. eftir einhverja áratugi. Þar renna fram um 20 kL/s, samkvæmt vatnafarslíkani, en mengun frá fyrirhuguðum vegi bærist beint í það vatn. Þetta myndi því takmarka möguleika til nýtingar á verðmætum grunnvatnsstraumum fyrir neysluvatn í framtíðinni en aðgangur að vatni er talið til grundvallarmannréttinda, eins og kveðið er á um í samþykktum Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist.
2. Komið yrði að mestu í veg fyrir að vegurinn fari yfir verndað hraun. Í þessu sambandi er bent á að samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar (2004) mun Leið 7 að mati stofnunarinnar “hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd óraskaðs svæðis og veglagning mun hafa veruleg og óafturkræf áhrif á eldhraun og gígaröð sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og er sérstakt á heimsvísu.”
3. Dregið yrði úr umtalsverðu sjónraski á landslagi í Þingvallasveit af fyrirhuguðum vegi, sem ekki fer vel við þjóðgarð og heimsminjasvæði.
4. Dregið yrði úr áhættu á mengun lífríkis í Þingvallavatni sem allt er verndað.
5. Komið yrði í veg fyrir að stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO væri ógnað vegna núverandi áætlunar um Leið 7 en þar er málið nú til skoðunar.
6. Með því að leggja vestari hluta vegarins sunnar en nú er áætlað yrði markmiðum um bættar vegasamgöngur náð án þess að þeim fylgi jafn verulegt umhverfistjón.

Vegstæðið sem hér er lagt fram til skoðunar tekur mið af hugmyndum (m.a. í umræðum á Alþingi) um nýja megin samgönguleið á svæðinu, þ.e. vegi sunnan Þingvallavatns. Huga verður að því að greiður vegur sunna Þingvallavatns gæti breytt forsendum núverandi áætlana um Leið 7. Þessi leið yrði ofan með Lyngdalsheiði, sunnan við Þingvallavatn á svipuðum slóðum og núverandi vegur, um veggöng undir Dyrfjöll og vestur til höfuðborgarsvæðisins á svipuðum slóðum og veituvegurinn liggur um núna. Þessi vegur þjónaði m.a. Grafningi, Grímsnesi og Laugardal. Einnig kæmi til greina að leggja veg áfram niður Grafning, í göngum undir Grafningsháls og tengja hann við Suðurlandsveginn (hringveginn) í Ölfusi. Fyrsti áfangi í þessari vegagerð yrði frá Laugarvatni að Kaldárhöfða (Leið 3+8) en strax með þessum áfanga fengist betri tenging við hringveginn og þar með höfuðborgina.

Bent er á að lághraðavegur (50 km/klst. hámarkshraði) er í gegnum þjóðgarðinn og heimsminjasvæðið á Þingvöllum. Mun svo verða um fyrirsjáanlega framtíð og ekki er ólíklegt að þjóðgarðurinn verði stækkaður í framtíðinni (sjá tillögur Umhverfisstofnunar um friðlýsingar í Náttúruverndaráætlun 2004-2008). Er þá líklegt að lághraðavegurinn lengist. Óbreytt Leið 7 yrði því ekki til neins teljandi tímasparnaðar þeim er eiga erindi í uppsveitir og þó enn síður í Biskupstungur en að Laugarvatni.

Að lokum er bent á að með hagsmuni ferðamanna og ferðaþjónustunnar í huga sé æskilegt að viðhalda núverandi akvegi frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmaskarð) eða Laugarvatnsvelli. Útsýni er miklu meira og betra af núverandi vegi austur í Barmaskarð en af fyrirhuguðum vegi (Leið 3+7). Því er full ástæð til að viðhalda þeim vegi sem ferðamannavegi og þá með lægri hámarkshraða, 50 eða 70 km/klst, enda hlýtur eitt markmið vegagerðar á þessu svæði að verra að gera útsýnis- og skoðunarstaði aðgengilega.

Með hliðsjón af fjölþættum markmiðum með veglagningu á þessu svæði (bæta samgöngur, hagsmuni ferðaþjónustu, forðast spjöll á mikilvægum umhverfis- og náttúruverðmætum..) virðist vegur sunnan Þingvallavatns betur mæta þörfum um vegabætur á svæðinu til lengri tíma því hægt væri að forúst að miklu leyti þá umtalsverðu ókosti sem núverandi áætlanir um vegstæði hefðu í för með sér.

Landvernd hefur áður bent á að í tengslum við almennar vegabætur á svæðinu mætti líta til möguleika til afkastamikils vegar sunnan vatns. Hin nýja leið (Leið 3+8) liggur öll utan vatnasviðs Þingvallavatns. Er þess vænst að hlutaðeigandi aðilar taki þessa framsetningu til alvarlegrar skoðunar með hagsmuni sveitarfélagsins Bláskógabyggðar og landsmanna allra að leiðarljósi.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.