Fyrsta verkefni nýrra Grænfánaskóla er oft að koma á flokkun. Hér eru nokkur góð ráð sem hjálpa skólum, stofnunum og fyrirtækum að ná árangri.
TUNNURNAR
Notið flokkunartunnur sem eru af sömu gerð en mismunandi eftir flokkunarflokki.
LITUR
Hafið flokkunartunnur í öðrum lit en þær sem eru fyrir almennt rusl.
LOK
Hafið lok á tunnunni sem er fyrir almennt rusl en op á tunnum fyrir endurvinnanleg efni. Með því móti verður „erfiðara“ að henda en flokka.
SLEPPA PLASTPOKA Í RUSLIÐ
Ef lífrænt er flokkað frá er engin þörf á því að nota plastpoka í ruslið. Notið maispoka eða bara ílát fyrir lífræna og sleppið pokum. Hér má sjá fjölnota taupokar í ruslinu á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði.
MERKINGAR
Notið bæði orð og myndir. Ljósmyndir eru einnig sniðugar og jafnvel sýnishorn af því sem í tunnuna á að fara. Umhverfisnefnd getur tekið stikkprufur og breytt leiðbeiningum eftir því sem við á. Er t.d. alltaf verið að flokka ákveðna hluti á rangan hátt? Þá má bæta því við í leiðbeiningar. Hér er dæmi um mjög lýsandi leiðbeiningar frá Menntaskólanum á Akureyri.
FÆKKA TUNNUM FYRIR ALMENNT
Með því að hafa flokkunartunnur aðgengilegar en almennt rusl síður aðgengilegt, eykst flokkun. Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er ein ruslatunna fyrir almennt rusl. Skólinn býður nemendum upp á að koma með spilliefni og flokka – t.d. spreybrúsar, naglalökk o.fl.
TYGGJÓ
Í sumum skólum þar sem mikið er flokkað hefur reynst vel að hafa niðurstöðudós á nagla hjá flokkunartunnunum og í hana fer tyggjó. Dósinni má svo henda í almennt rusl. Mynd frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
EINFALT ER BETRA
Hafið leiðbeiningar einfaldar og hafið flokkana einfalda. Tilvalið er að flokka plast, pappír, lífrænt og málma.PAPPÍR
Stilla skal prentara á að prenta sjálfkrafa á tvær hliðar og svart hvítt. Gætið þess að prentarar í innri kerfum heiti lýsandi nafni, þannig að fólk sendi ekki prentskipun á rangan prentara. Dæmi: Svarthvítur prentari í vinnustofu. Litprentari á skrifstofu o.s.frv. Einnig er hægt að hafa nafnasamkeppni um nafn á prentara þannig að fólk átti sig á staðsetningu hans. Hvetjið starfsfólk til að draga úr pappírsnotkun. Sumir skólar hafa ákveðinn kvóta fyrir starfsfólk, sem þarf að slá inn í ljósritunarvél áður en fjölritað er. Gott að hafa í huga að prenta sem minnst út, nemendur geta lesið leiðbeiningar af t.d. skjávarpa eða töflu og unnið verkefni í stílabækur. Ef að verkefnalýsing/skilaboð á við alla, má prenta út nokkur eintök og hengja upp á veggi, eða birta í t.d. upplýsingaskjám.VÖKVI
Í sumum tilvikum þarf fólk að fá að losa sig við vökva á flokkunarstöð. Best væri náttúrulega að taka fyrir alla matarsóun, en hér hefur trekt verið tengd við 5 l brúsa með slöngu. Þarna má hella vökva áður en pappamál, t.d. eru flokkuð. Dæmi frá Háskólanum á Akureyri.Á SAMA STAÐ
Hafið flokkunartunnur á ákveðnum flokkunarstöðum þannig að fólk viti hvar hægt sé að ganga að þeim vísum.
MÆLINGAR
Safnið upplýsingum um magn úrgangs sem fer frá ykkur. Þessar tölur má fá frá þeim aðila sem þjónustar ykkur. Greitt er fyrir magn úrgangs og því hægt að stefna á að minnka það sem fer frá skólanum. Hér er dæmi um mælingar á úrgangi. Út frá upplýsingum er hægt að setja ný markmið og meta hvort að árangur náist.
FYLGIST MEÐ
Fylgist með hvernig flokkun gengur. Ef ekki er verið að flokka rétt, reynið að finna rætur vandans. Getur verið að flokkunartunnur séu ekki nógu stórar, eða ekki tæmdar nógu oft? T.d. pappatunnur?
AF HVERJU?
Fræðið starfsfólk og nemendur af hverju það er mikilvægt að flokka.
VIRKIÐ NEMENDUR
Gott er að virkja nemendur til að koma flokkuðum úrgangi út í stærri flokkunartunnur sem eru hirtar. Margir skólar eru með „umhverfisálfa“ sem sjá um að fara með pappa, plast og lífrænt í stóru tunnurnar úti. Þetta má t.d. gera einu sinni í viku og láta deildir/bekki skiptast á.
MINNI NEYSLA
Markmiðið er ekki að endurvinna, heldur að koma í veg fyrir úrgang. Kaupum aðeins það sem er nauðsynlegt og endurnotum sem mest.
ÞETTA ER HÆGT!
Munið að þó að verkið virðist óyfirsíganlegt í fyrstu þá er þetta hægt. Sem dæmi má nefna að í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem 2200 nemendur sækja skóla daglega er aðeins eina almenna ruslafötu að finna og fáir nota hana.