Virkjun vindorku á Íslandi – Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög

Vindmyllur og vindorkuver, leiðbeiningar Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi
Leiðbeiningar Landverndar fyrir sveitarfélög um virkjun vindorku
Vindorkustefna Landverndar byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Virkjun vindorku á Íslandi. Leiðbeiningarrit. Vindorka, landvernd.is
Smelltu á ritið til að lesa

Landvernd setur fram stefnu um virkjun vindorku á Íslandi, fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi.

Vindorka – Stefnumótun og leiðbeiningar til sveitarfélaga

Rafmagnsframleiðsla hér á landi byggir fyrst og fremst á svokölluðum vistvænum orkugjöfum, þ.e. vatnsafli og jarðvarma. Losun gróðurhúsalofttegunda við orkuframleiðslu á Íslandi er því sáralítil miðað við ýmis nágrannalönd sem hafa þurft að reiða sig á jarðefnaeldsneyti að stórum hluta, en keppast nú við að skipta yfir í vistvæna orkugjafa á borð við vindorku til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Engu að síður fer áhugi á virkjun vindorku vaxandi hér á landi með lækkandi framleiðsluverði á hverja kílóvattsstund samhliða því að kostnaður við hefðbundna raforkuframleiðslu eykst.

Nú er tækifærið til að gera hlutina rétt

 

Þótt enn sé lítil reynsla af byggingu vindorkuvirkjana á Íslandi er ljóst að slíkar framkvæmdir geta orðið mjög umdeildar, einkum vegna sjón- og hljóðmengunar.

Vindorkuver valda sjónmengun og hljóðmengun og vanda þarf staðarvalið 

Því er mikilvægt að frá byrjun sé sem best staðið að undirbúningi vindorkuvirkjana og forðast að setja þær niður á staði sem augljóslega munu valda deilum og átökum.

Vanda þarf undirbúning vindorkuvirkjana

Í ljósi þess að engin opinber stefna hefur verið mörkuð um hvernig standa eigi að uppbyggingu vindorkuvera hér á landi ákvað Landvernd að ráðast í gerð eigin stefnumótunar- og leiðbeiningarrits, Virkjun vindorku á Íslandi.

Færum vindorkuna úr villta vestrinu

Markmið samtakanna með þessari útgáfu er að aðstoða skipulagsyfirvöld við mat og leyfisveitingar, vera á undan umræðunni og vonandi koma í veg fyrir umhverfisslys vegna ónógs undirbúnings og óheppilegs staðarvals fyrir vindorkuver. Sveitarstjórnir gegna lykilhlutverki við ákvarðanir um staðarval vindorkumannvirkja og væntanlega kallar bygging þeirra á breytingu á aðalskipulagi. Allur undirbúningur krefst því góðrar þekkingar viðkomandi sveitarstjórna.

Virkjun vindorku á Íslandi – leiðbeiningar til sveitarfélaga

Virkjun vindorku á Íslandi er m.a. byggt á sambærilegum stefnuritum systursamtaka Landverndar á Norðurlöndunum, auk innlendra gagna og samráði við ýmsa aðila. Ritið er í meginatriðum tvískipt:

Hvaða svæði skal vernda?

Í fyrri hluta eru talin upp svæði þar sem ekki skal reisa vindorkuver vegna náttúru-, umhverfis- og samfélagssjónarmiða. Þetta eru m.a. svæði sem njóta verndar samkvæmt íslenskum eða alþjóðlegum lögum, jaðarsvæði ofangreindra svæða, svæði í eða við þéttbýli og svæði sem hafa stöðu mögulegra verndarsvæða vegna einstakrar náttúru. Þessi öfuga nálgun var talin vænlegri en að reyna að skilgreina þau fjölmörgu svæði þar sem „reisa má” slík mannvirki án þess að valda miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Það er heldur ekki Landverndar að tala sérstaklega fyrir byggingu vindorkuvera meðan næg orka er til í landinu.

Stefnumörkun á lands- og sveitarstjórnarstigi

Síðari hlutinn fjallar um þörf á stefnumörkun á lands- og sveitarstjórnastigi. Þar er m.a. að finna gátlista með 36 efnisatriðum sem gott er að huga að við undirbúning skipulagsáætlana og í viðræðum við væntanlega framkvæmdaaðila sem hafa áhuga á að reisa vindorkuvirkjanir. Hvert atriði gátlistans er útskýrt í stuttu máli í þeirri von að sú umfjöllun megi nýtast sem bæði fræðsla um umhverfisáhrif vindorkuvirkjana og sem rökstuðningur við undirbúning stefnumörkunar og umræðu um þær.

Almenningur á að hafa aðkomu að ákvarðanaferli um vindorkuvirkjanir

Það er von Landverndar að stjórnvöld geti nýtt sér leiðbeiningarnar sem samtökin setja fram í stefnumörkun sinni í orku- og umhverfismálum og að sveitarstjórnir geti nýtt þær við skipulagsgerð. Jafnframt beinir Landvernd því til hugsanlegra virkjunaraðila vindorku að skoða einungis kosti utan þeirra svæða sem samtökin leggja til að verði án vindorkuvirkjana. Áhersla er lögð á að almenningur hafi aðkomu að ákvörðunarferlinu og umræðu um hversu mikil þörf er á viðkomandi vindorkuvirkjun.

Virkjun vindorku á Íslandi 

Landvernd hvetur alla þá er málið varðar að kynna sér Virkjun vindorku á Íslandi: Stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar. Ritið má nálgast hér á heimasíðu Landverndar en einnig er hægt að fá ritið sent gegn vægu gjaldi.

 

Tengt efni

Flumbrugangur í virkjun rafmagns

Í umfjöllun um orkumál er stundum látið að því liggja að þjóðinni beri skylda til að virkja allt sem rennur og kraumar – og svo ...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Landnýting hefur breyst mikið og nú er eftirspurn eftir landi til margra annarra nota en fyrir hefðbundinn búskap.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd