Græðum Ísland – CARE – Rewilding Iceland, hleypt af stokkunum

CARE hleypt af stokkunum, landvernd.is
Á aðalfundi Landverndar vorið 2017 var verkefninu hleypt af stokkunum sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem nefnist CARE, Græðum Ísland.

Græðum Ísland og á ensku CARE – Rewilding Iceland. Verkefnið er hugsað fyrir hópa og einstakl- inga sem vilja leggja sitt af mörkum í sjálfboðavinnu til að bæta gróður- og jarðvegsauðlindina og ásýnd landsins, hvort sem það eru ferðamenn, nemendur eða starfsmanna- hópar, innlendir sem erlendir.

Aukið sjálfboðaliðastarf í þágu náttúrunnar

Markmið verkefnisins tengjast m.a. náttúruferðamennsku, vist- heimt, auknum menningartengslum Íslands og annarra landa og almennri vitundarvakningu um gróðurvernd. Verkefnið stuðlar einnig að auknu sjálfboðaliðastarfi í þágu landsins.

Gróðursetning og fræsöfnun

Miðað er við að hver ferð sé hálfur til einn dagur. Hóparnir taka t.d. þátt í fræsöfnun, áburðargjöf og gróðursetningu undir handleiðslu verkstjóra á vegum verkefnisins. Fyrst um sinn fer vinnan fram á svæðinu í kringum Heklu.

Á aðalfundi Landverndar vorið 2017 var verkefninu hleypt af stokkunum sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem nefnist 

Sérstök áhersla á bandaríska hópa í ár

Bandaríska sendiráðið á Íslandi styrkir verkefnið fyrsta árið og því er sérstök áhersla nú lögð á bandaríska hópa. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og Hekluskógaverkefnið.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd