Úttektum og afhendingum sem áttu að fara fram í mars og apríl hefur verið frestað fram yfir samkomubann. Við biðjum þá skóla sem eiga eftir að fá úttekt eða afhendingu í þeirri lotu að vera í sambandi við okkur þegar það er afstaðið.
Úttektir í maí og júní eru enn á dagskrá hjá okkur. Þá förum við á Vestfirði og Norðurland auk Suðvesturlands. Ef enn eru lokanir í maí og júní stendur skólum til boða að fá rafræna úttekt. Þá fundum við rafrænt með umhverfisnefnd, fulltrúar nefndarinnar ganga um skólann með snjalltæki og sýna það sem við á og svo spjöllum við rafrænt við bekk eða hóp nemenda sem ekki er í nefndinni. Þetta höfum við gert áður með góðum árangri.
Þeir skólar sem vilja fá úttekt í maí eða júní geta sótt um fyrir 1. maí hér.
Lesa má meira um úttektir og hvað fer fram í þeim hér að neðan.
Umsókn um grænfána
Þegar skóli telur sig hafa tekið öll nauðsynleg skref að grænfána og náð markmiðum sínum, sækir hann um grænfánann. Send er rafræn umsókn og greinargerð um hvernig skrefin sjö voru stigin og hvernig unnið var að markmiðum.
Grænfánaúttekt og úttektalotur Skóla á grænni grein
Þegar umsókn hefur verið skilað kemur starfsmaður Skóla á grænni í grænfánaúttekt. Í úttekt skoðum við skólann og veitum ráðgjöf.