Á þessum sérstöku tímum er skólahald á flestum stöðum með afar breyttu sniði.
Opna fréttabréf
Hér má finna fjölda verkefna og hugmynda sem hægt er að nota á meðan samkomubanni stendur, að ógleymdri sumargjöf til ykkar allra sem við hvetjum ykkur til að prófa.
Upplýsingar um fyrirkomulag úttekta nú á vormánuðum má einnig finna hér að neðan.
Gangi ykkur vel í því sem framundan er!
Vorkveðja frá starfsfólki Skóla á grænni grein
Hugmyndir að verkefnum í samkomubanni
Náttúruskoðun á heimilinu
Amma, afi, ég og barnabarnið mitt
Lífbreytileiki í bangsagöngunni
Loftslagsbreytingar
Á dögunum gaf Landvernd út þessa smámynd (gif) um loftslagsbreytingar. Myndinni er ætlað að auðvelda skilning á fyrirbærinu og hentar hún vel í kennslu.
Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar
Ungt umhverfisfréttafólk (e. Young Reporters for the Environment)
Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk er alþjóðlegt menntaverkefni rekið af umhverfismenntasamtökunum FEE og hóf það göngu sína hjá Landvernd vorið 2019. Verkefnið stuðlar að valdeflingu nemenda með því að gefa þeim tól og tækifæri til að hafa áhrif á eigið umhverfi. Nú þegar hafa átta framhaldsskólar skráð sig í verkefnið og fimm til viðbótar hafa sýnt því áhuga að hefja þátttöku. Liður í verkefninu er samkeppni um besta verkefnið og skipar Landvernd dómnefnd til að meta þau verkefni sem berast.
Verðlaunaafhending 6. maí
Verðlaunaafhendingin í ár fer fram í streymi þann 6. maí kl. 13:00 og geta allir fylgst með á slóðinni landvernd.is/yre þar eru einnig nánari upplýsingar um verkefnið.
Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur verkefnið nánar.
Úttektalotur í samgöngubanni
Úttektum og afhendingum sem áttu að fara fram í mars og apríl hefur verið frestað fram yfir samkomubann. Við biðjum þá skóla sem eiga eftir að fá úttekt eða afhendingu í þeirri lotu að vera í sambandi við okkur þegar það er afstaðið.
Úttektir í maí og júní eru enn á dagskrá hjá okkur. Þá förum við á Vestfirði og Norðurland auk Suðvesturlands. Ef enn eru lokanir í maí og júní stendur skólum til boða að fá rafræna úttekt. Þá fundum við rafrænt með umhverfisnefnd, fulltrúar nefndarinnar ganga um skólann með snjalltæki og sýna það sem við á og svo spjöllum við rafrænt við bekk eða hóp nemenda sem ekki er í nefndinni. Þetta höfum við gert áður með góðum árangri.
Þeir skólar sem vilja fá úttekt í maí eða júní geta sótt um fyrir 1. maí hér.
Leiðbeiningar – Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefninu?
Skólar á grænni grein á vefnum
Við minnum á nýja vefsíðu Skóla á grænni grein: graenfaninn.is athugið að búið er að breyta slóðinni svo skólar þurfa að uppfæra tengla á vefsíðum sínum.
Endilega fylgið okkur á samfélagsmiðlum, við reynum að birta reglulega efni sem auðvelt er að nýta í samkomubanninu:
Facebooksíða: facebook.com/graenfaninn
Facebookhópur: facebook.com/groups/graenfanaspjall
Pinterest: pinterest.com/graenfaninn/
Instagram: instagram.com/graenfaninn/
Þakkir
Við sendum kærar þakkir til starfsfólks skóla fyrir að standa vaktina á þessum óvissutímum og sendum ykkur hér smá sumarglaðning, stund sem þið gefið sjálfum ykkur.
Lýðheilsa er eitt af þemum Skóla á grænni grein og hafa margir skólar unnið með núvitund. Krossfiskurinn er núvitundaræfing sem hægt er að taka með fólki á öllum aldri. Við rákumst á hana fyrst hjá Heilsuleikskólanum Króki í Grindavík.
Smellið á myndina hér að ofan til að hefja æfinguna.
Njótið