Gráuhnúkar eru móbergshryggir á suðurhluta Hengilssvæðisins
Gráuhnúkar

Gráuhnúkar eru móbergshryggir á suðurhluta Hengilssvæðisins en umhverfis liggja nútímahraun. Svæðið er hluti af merkilegri landslagsheild á Hengilssvæðinu þar sem jarðfræðilegur fjölbreytileiki og náttúrufegurð er einkennandi. Enginn jarðhiti er á yfirborði en jarðeðlisfræðilegar mælingar benda til þess að háhita sé að finna undir Gráuhnúkum. Orkuveita Reykjavíkur fyrirhugar að sækja jarðhita fyrir Hellisheiðarvirkjun á nýju vinnusvæði við Gráuhnúka í Ölfusi. Svæðinu hefur verið raskað með rannsóknarborunum í landi Orkuveitur Reykjavíkur. Fyrirhugað afl er 45 MW.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is