Heimsráðstefna um náttúruvernd, 2004

Þessa dagana stendur yfir þing Alþjóða- náttúruverndarsamtakanna. Þingið er haldið í Bangkok. Landvernd á fulltrúa á þinginu. Kjörorð þingsins er „fólk, náttúra og ein Jörð”

Fólk, náttúra og ein Jörð
Landvernd er einn af um 1.000 aðilum að Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum (IUCN) sem fjórða hvert ár boða til heimsþings um náttúruverndarmál. Þingið er nú haldið í Bangkok í Tælandi og það sækja um 5.000 fulltrúar umhverfisverndarsamtaka, ríkisstjórna og stofnana. Þetta er talið vera stærsta og áhrifamesta alþjóðaþing um náttúruverndarmál.

Drottning Tælands og forsætisráðherra settu þingið við hátíðlega athöfn. Drottningin sagði að s.l. 40 ár hefði hún mikið ferðast ásamt kóngi sínum um Tæland og víða orðið vitni að umtalsverði eyðilegginu á náttúrunni. Hún hefði því ákveðið að leggja baráttunni fyrir náttúruvernd lið. Var henni við þetta tækifæri veitt æðsta viðurkenning IUCN fyrir vel metin störf að þessum málum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd