Hvað get ég gert? – hlaðvarp

Hlaðvarp nemenda í Verszlunarskóla Íslands um umhverfismál, landvernd.is
Nemendur í Verzlunarskóla Íslands gerðu hlaðvarp fyrir samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020. Hlaðvarpið þeirra ber heitið „Hvað get ég gert?“.

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Tíu verkefni komust í undanúrslit árið 2020. Verkefnin voru af ólíkum toga og komu frá framhaldsskólum víðsvegar af landinu. Nemendur úr umhverfisfræði í Verzlunarskóla Íslands gerðu hlaðvarp um einstaklingsframtakið í umhverfismálum. Hlaðvarpið kalla þau „Hvað get ég gert?“. 

Í hlaðvarpinu taka nemendur sérstaklega fyrir neyslu, flokkun og samgöngur og ræða sín á milli um ýmsa kosti og galla við málefnin. Hlaðvarpið veitir ágætis innsýn í hugarheim ungmenna varðandi umhverfismálin.

Hægt er að hlusta á þættina hér fyrir neðan.  

Nemendurnir lýsa „Hvað get ég gert?“ hlaðvarpinu sínu á eftirfarandi hátt: „Mörgum finnst umhverfismál vera eintómur höfuðverkur, en markmið hlaðvarpsins er að sýna fólki að í raun geta hin minnstu skref haft ótrúleg áhrif á stóru myndina“.

Þau tengja heimsmarkmiðin við verkefnið. „Í lang flestum heimsmarkmiðum er minnst á að fyrir 2030 þá hafa forvarnir og menntun fólks um hvernig allir geti haft áhrif á og brugðist við umhverfismálum. Verkefnið okkar hefur það markmið að upplýsa alla um það hve einfalt það er í raun að hafa jákvæð áhrif á umhverfið“.

Hefur þú áhuga á því að senda verkefni í keppnina?

Skoðaðu hvernig verkefni eru metin hér!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd