Hrúthálsar eru afskekktur fjallgarður sem liggur sunnanvert í Herðubreiðarfjöllum
Hrúthálsar

Hrúthálsar eru lágur fjallgarður sem liggur sunnanvert í Herðubreiðarfjöllum, um 10 km norður af Kollóttudyngju en um 15 km norðnorðvestur af Herðubreið. Þar má finna ungleg ummerki um eldvirkni og ummyndun á yfirborði. Svæðið er afskekkt og úr alfaraleið og því um sannkölluð ósnortin öræfi að ræða. Orkustofnun áætlar að unnt væri að virkja þar 20 MW. Svæðið fellur inn í biðflokk Rammaáætlunar á vegum Landsvirkjunar. Veran þar kom í veg fyrir að stórt svæði í umhverfis Hrúthálsa yrði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði þegar hann var stækkaður árið 2019.

 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is