Hverfisfljót á upptök sín í Síðujökli og rennur um Skaftáreldahraun, eitt mesta hraun sem myndast hefur á jörðinni á sögulegum tíma.
Hverfisfljót

Hverfisfljót á upptök sín í Síðujökli í Vatnajökli. Það rennur um Brunahraun, austanvert Skaftáreldahraunið frá 1783-4; næstmesta hraun sem upp hefur komið í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma. Þarna er landið í mikilli og hraðri mótun af völdum stórkostlegra náttúruafla, en fljótið er enn að grafa sér og móta nýtt glúfur – eitt hið yngsta í heiminum – eftir að hið eldra fylltist í hinu mikla hraunflóði. Virkjunarhugmyndirnar fela í sér 42MW vatnsaflsvirkjum með inntaksmannvirki fyrir ofan Dalsfjall. Áætlað er að talsvert rask yrði af virkjunarframkvæmdum sökum vegagerðar og framkvæmda við stöðvarhús, frárennslisskurði, inntakslón ofl.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is

Scroll to Top