Ferðamaður stendur við Lambhagafoss og flúðir í Hverfisfljóti

Hverfisfljót virkjað án umhverfismats?

Landvernd krefst ógildingar á ákvörðun Skipulags- stofnunar og hefur skotið kröfu sinni þess efnis til umhverfisráðherra. Margt bendir til þess að virkjunin, vegagerð og efnistaka henni tengd myndi hafa í för með sér mikla eyðileggingu.

Lambhagafoss í Hverfisfljóti

Hverfisfljót virkjað án umhverfismats?
Skipulagsstofnun telur að 2,5 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Landvernd hefur skotið ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra með kröfu um ógildingu. Margt bendir til þess að virkjunin, vegagerð og efnistaka henni tengd myndi hafa í för með sér veruleg umhverfisáhrif og líklega mun meiri en réttlætanlegt getur talist fyrir þá örlitlu orku sem um er að ræða. Með framkvæmdinni væru menn að seilast langt fyrir lítið fé. Hönnun og staðsetning mannvirkja liggur ekki fyrir og þar með er ljóst að rannsóknarreglu stjórnsýslulaga hefur ekki verið fullnægt af hálfu Skipulagsstofnunar. Sú staðreynd ein og sér leiðir til þess að umhverfisráðherra ber að ógilda ákvörðunina.

Með vegagerð um Eldhraun yrði markað varanlegt og óafturkræft sár í eitt af fáum heimsundrum Íslands sem Eldhraun með sanni er. Brú yrði gerð vestur yfir Hverfisfljót nálægt Dalshöfða og vegur um Eldhraun vestan ár upp fyrir Lambhagafossa neðan við Hnútu. Virkjunin yrði vestan við Hverfisfljót og neðan við Hnútu. Girt yrði fyrir ána þvera og vatn hennar stæði í inntakslóni í stað þess að dynja niður Lambhagafossa og flúðirnar þar neðan við eins og ótamið villidýr sem reynir að slíta sig úr böndum. Ekki verður framhjá þessu sjónarspili horft og heldur ekki framhjá því að slíkir töfrar bjóða upp á marga nýtingarmöguleika aðra en virkjun. Sjónarspilið og svæðið sem það umlykur má nýta bæði til útivistar og ferðaþjónustu sem reikna má til efnahagslegs ábata. Þessa ólíku hagsmuni þarf að bera saman og æskilegt er að það sé gert með lögformlegu mati á umhverfisáhrifum.

Núverandi farvegur Hverfisfljóts varð til við Skaftárelda árið 1783 þegar Eldhraun rann niður eftir gamla farvegi fljótsins. Hér er því um sérstakt landmótunarfyrirbæri að ræða sem ekki hefur verið skoðað svo fullnægjandi geti talist. Í umsögn Orkustofnunar kemur fram að Lambhagafossar í Hverfisfljóti séu með allra sérkennilegustu farvegafyrirbærum á landinu.

Hverfisfljót er enn sem komið er óvirkjað fallvatn og horfa ber til þess að jökulám sem renna óheftar og óvirkjaðar í farvegi sínum til sjávar fer fækkandi á Íslandi. Til eru áform, sem eru mis langt komin, um virkjun vel flestra jökuláa á Íslandi og óvíst hversu margar þeirra muni á endanum fá að renna óheftar til sjávar. Ákvörðun um virkjun Hverfisfljóts fyrir þetta lítilræði af orku ber einnig að skoða í þessu samhengi.

Hér má nálgast bréfið sem Landvernd hefur sent umhverfisráðerra.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.