Innstidalur liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls. Þar er mikill jarðhiti.
Innstidalur

Innstidalur liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls. Þar er mikill jarðhiti – hverir, gígar og heitt vatn. Í Hveragili, litskrúðugu gili í norðausturhluta dalsins, er einn stærsti gufuhver landsins. Litadýrðin við upptök Hengladalsárinnar fyrir ofan dalinn í norðvestri, með sínum grænsafaríku dýjamosum, gefur litskrúðinu í Hveragili hins vegar lítið eftir. Jarðhitamyndanir og litskrúð dalsins hafa ótvírætt verndargildi. Um Innstadal liggja einnig vinsælar og fjölfarnar gönguslóðir t.a.m. þeirra sem ganga á Hengilinn og í dalnum er hægt að fara í leirblandað bað. Engar rannsóknaboranir hafa farið fram. Því er óvissa um vinnslugetu á svæðinu og kosturinn fellur í biðflokk.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is