Jökultungur liggja sunnanmegin í Kaldaklofsfjöllum en þar eru jarðfræði litskrúðug og fjölbreytt og hinn frægi Laugarvegur liggur meðfram.
Jökultungur

Jökultungur liggja sunnanmegin í Kaldaklofsfjöllum. Þar eru líparítgúlar, móbergshryggir og gufu-og leirhverir en meðfram svæðinu liggur Laugarvegurinn þar sem fjöldi göngufólks leggur leið sína ár hvert. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur- og Austur- Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Jarðhiti og jarðhitaummerki á svæðinu ná yfir um 200 km2 svæði, en öll svæðin eru í Friðlandi að fjallabaki og því utan laga um verndar-og orkunýtingaráætlun. Ekki stendur til að virkja á svæðinu. Umhverfisstofnun hefur lagt til að Hekla verði friðlýstur þjóðgarður og svæðið myndi falla undir þá friðlýsingu.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is