Gleðileg jól til ykkar allra!
Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og vonum að árið 2021 færi ykkur öllum bjartari tíma!
Starfsfólk skóla á hrós skilið fyrir þrautseygju í gegnum þessa óvenjulegu tíma sem við höfum upplifað undanfarna mánuði.
Með hátíðarkveðjunni sendum við hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum og skógjöfum (fyrir jólasveina) sem við hvetjum ykkur til að skoða.
Við hlökkum til nýs árs með ykkur og minnum ykkur á að skrá ykkur á landshlutafundina sem fara fram vorið 2021 og bera yfirskriftina Gæðaskólar á grænni grein. Nánari upplýsingar um þá er að finna hér á eftir.
Kær kveðja og kærar þakkir fyrir ykkar mikilvæga framlag í menntun til sjálfbærni!
Starfsfólk Skóla á grænni grein
Opna jólafréttabréf Skóla á grænni grein
Tengt efni
20 skógjafir sem loftslagsvænir jólasveinar gefa í skóinn
11. desember, 2020
Loftslagsvænar jólagjafir – yfir 50 ráð frá loftslagshópi Landverndar
9. desember, 2020