Jón Stefánsson í Hvolsskóla var heiðraður fyrir störf sín í þágu umhverfisins og uppbyggingar grænfánaverkefnisins í Hvolsskóla. landvernd.is

Jón Stefánsson heiðraður á grænfánaafhendingu í Hvolsskóla

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Jón Stefánsson í Hvolsskóla hlaut heiðursviðurkenningu Skóla á grænni grein fyrir einstök störf í þágu náttúrunnar og uppbyggingar grænfánaverkefnisins í Hvolsskóla.

Hvolsskóli fékk á dögunum afhentan sinn sjötta grænfána fyrir vel unnin störf í umhverfismálum. Við sama tilefni fékk Jón Stefánsson sérstaka heiðursviðurkenningu frá Landvernd fyrir sinn þátt í uppbyggingu grænfánaverkefnisins innan skólans.

Nemendur Hvolsskóla taka við sínum sjötta grænfána, landvernd.is
Umhverfisnefnd Hvolsskóla tekur á móti sínum sjötta Grænfána.

Jón hefur starfað við skólann um árabil og hefur meðal annars helgað sigumhverfismálum og umhverfisúrbótum innan skólans. Hann hefur leitt grænfánaverkefni skólans undanfarin ár og hafa nemendur unnið fjölmörg verkefni undir hans stjórn. 

Sem dæmi um slík verkefni má nefna kolefnismælingar áframkvæmdum við Landeyjarhöfn, gerð útikennslustofu, ræktun matjurta á skólasvæðinu, hænsnahald í umsjón nemenda, ánamoltu innandyra, umsjón vistheimtarverkefnis Landverndar innan skólans ásamt mörgu fleiru. 

Það verkefni sem hefur vakið hvað mesta athygli innan lands og utan eru þó mælingar nemenda á hopi Sólheimajökuls. Verkefnið hefur verið í gangi innan skólans frá árinu 2010 og hafa nemendur 7. bekkjar farið árlega að Sólheimajökli og mælt hop jökulsins. Með í för eru aðilar frá björgunarsveit sveitarfélagsins og fá nemendur m.a. að sigla með þeim á lóni sem myndast hefur við jökulsporðinn og mæla dýpt þess. Nemendur nýta sér mæligögnin ásamt gögnum fyrri ára til að bera saman hop milli ára og vinna úr og kynna niðurstöður.

Með verkefninu finna nemendur fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga á eigin skinni enda ekki víða í veröldinni jafnauðvelt að komast að hopandi jöklum og hér á landi.

Við óskum Hvolsskóla og Jóni Stefánssyni innilega til hamingju með vel
unnin störf í verkefninu og hlökkum til að starfa áfram með þeim í þessu og
fleiri verkefnum.

Á meðfylgjandi myndum má sjá umhverfisnefnd skólans taka við sínum sjötta
grænfána og Jón Stefánsson veita heiðursviðurkenningunni viðtöku.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top