Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Kísilverksmiðja í Helguvík, tillaga að matsáætlun

Landvernd beinir því til Skipulags- stofnunar að hún noti heimild sín og taki ákvörðun um að umhverfis- áhrif vegna virkjunar, orkuflutninga og kísilverksmiðjunnar sjálfrar verði metin sameiginlega. Orkuþörf verksmiðjunnar er um 660 GWst á ári.

Það er að mati Landverndar afar mikilvægt að framkvæmdir af þessu tagi séu skoðaðar með heildstæðum hætti. Ekki er hægt að útiloka að tengdar framkvæmdir, þ.e. orkuöflun og orkuflutningar, muni valda umtalsverðum og óafturkræfum umhverfisáhrifum og jafnvel meiri áhrifum en kísilverksmiðjan sjálf. Landvernd beinir því til Skipulagsstofnunar að hún noti heimild sína og ákvarði að umhverfisáhrif vegna virkjunar, orkuflutninga og kísilverksmiðjunnar sjálfrar verði metin sameiginlega þannig að heildstæð mynd fáist af áfornunum. Heimild Skipulagsstofnunar til þess að taka ákvörðun af þessu tagi er að finna í 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum :

„Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“

Orkuþörf verksmiðjunnar er um 660 GWst á ári en það samsvarar virkjun með u.þ.b. 100 MW uppsettu afli. Hvort svigrúm til þessarar orkuvinnslu sé fyrir hendi en það ræðst að verulegu leyti af framvindu annarra stóriðjuáforma.

Lesa umsögn Landverndar um tillögu að matsáætlun

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.