Kisubotnar eru staðsettir í suðaustanverðum Kerlingarfjöllum. Kerlingarfjöll er rýólíteldfjall utan rekbeltisins á miðhálendi Íslands.
Kisubotnar

Kisubotnar eru staðsettir í suðaustanverðum Kerlingarfjöllum. Kerlingarfjöll er rýólíteldfjall utan rekbeltisins og þeim fylgja gjarnan mikil háhitasvæði. Virkjun í Kisubotnum er ein af fjórum virkjanahugmyndum sem hafa verið til athugunar á Kerlingarfjallasvæðinu, og er talin geta myndað 90 MW með virkjun jarðhita. Virkjanirnar með sínum blásandi borholum og affallslónum myndu gerbreyta ásýnd Kerlingarfjalla og fleiri staða á hálendinu. Líklega yrðu háspennulínur lagðar norður eða suður eftir Kili. Allar fjórar virkjanahugmyndir á Kerlingafjallasvæðinu falla í verndarflokk.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is