Klár á COP 28 – skilaboð til loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

Komdu á fund í Lögbergi 103, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 17:00. Þar förum við yfir loftslagsráðstefnuna næstkomandi, COP 28 og setjum niður kröfur umhverfisverndarsamtaka.

Heitt, heitara, heitast!

Það styttist í COP 28, næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Landvernd stendur fyrir viðburði þar sem farið verður yfir kröfur umhverfisverndarsamtaka fyrir COP 28. 

Viðburðurinn fer fram í Lögbergi, stofu 103 – miðvikudaginn 22. nóvember frá 17-18:30. 

Hverjar eru kröfur umhverfisverndarsamtaka fyrir COP28?
Stendur Ísland við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum?


Erindi og pallborð

  • Stella Samúelsdóttir, Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
  • Guðmundur Steingrímsson, fulltrúi Landverndar á COP28
  • Ida Karolina Harris fyrir Unga umhverfissinna
  • Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
  • Marissa Sigrún Pinal leiðir okkur í gegnum óvæntan gjörning.

Á fundinum gefst tækifæri til að taka þátt í umræðum og láta skoðun sína í ljós varðand COP28.


Fundarstjóri verður Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar.


Eftir fundinn verður haldið á Stúdentakjallarann.


Öll hjartanlega velkomin.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd