Kverkfjöll liggja hátt í kverk milli Brúar- og Dyngjujökuls. Þau eru einn hæsti fjallabálkur landsins og megineldstöð með öflugt háhitasvæði.
Kverkfjöll

Kverkfjöll liggja hátt í kverk milli Brúarjökuls og Dyngjujökuls. Þau eru þriðji hæsti fjallabálkur á landinu á eftir Öræfajökli og Bárðarbungu, auk þess sem mikil megineldstöð er í Kverkfjöllum og öflugt háhitasvæði tengt henni. Stórt hverasvæði er í fjöllunum sem liggur í um 1600-1700 metra hæð. Óvíða í heiminum má sjá andstæður íss og elda mætast á þennan máta. Svæðið er verndað.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is