Landvernd 50 ára – afmælishátíð og ráðstefna

Landvernd fagnar 50 ára afmæli árið 2019. Samtökin eru fjölmennustu og elstu náttúruverndarsamtök Íslands, landvernd.is
Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd fagnar 50 ára afmæli í ár. Í tilefni af afmælinu bjóða samtökin upp á veglega viðburðadagskrá á árinu.

Í tilefni af 50 ára afmæli Landverndar fagna samtökin á afmælisdaginn sjálfann næstkomandi föstudag 25. október með afmælishátíð og ráðstefnu í Norræna húsinu. 

Dagskrá hátíðarinnar hljóðar svo: 

Kl. 14:30 Afmælisráðstefna – Sigrar og ósigrar í íslenskri náttúruvernd í 50 ár

Innlegg frá formanni Landverndar, Tryggva Felixson

Frá nútíð til framtíðar; Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands

Pallborðsumræður – Stjórnandi: Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra

  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir
  • Hjörleifur Guttormsson
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Elísabet Jökulsdóttir
  • Þorgerður María Þorbjarnardóttir

___________________

Kaffihlé kl. 16:00

___________________

Kl. 16:30 Hátíðarfundur

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar

Kveðjur frá erlendum systursamtökum

Lífið, náttúran, menning

Stjórnandi: Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra

  • Bókin, orðið, umhverfið og náttúran, Andri Snær Magnason
  • Ljóðið, náttúran og umhverfið, Steinunn Sigurðardóttir
  • Sjónlist og náttúran, Ósk Vilhjálmsdóttir
  • Tónlistin og náttúran, Svavar Knútur

__________________

Veitingar kl. 17:30

__________________

Öll velkomin!

Viðburður á Facebook

Landvernd fagnar 50 ára afmæli í ár. Í tilefni af afmælinu bjóða samtökin upp á veglega viðburðadagskrá á árinu.

Afmælisviðburðir Landverndar 2019, landvernd.is
Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top