Lífbreytileiki í bangsagöngunni

Lærðu um lífbreytileika í bangsagöngunni, landvernd.is
Lærðu um lífbreytileika í bangsagöngunni. Landvernd og Skólar á grænni grein senda fjölskyldum og skólum skemmtileg verkefni í bangsagönguna.

Um þessar mundir má finna bangsa af öllum stærðum og gerðum í gluggum víða um land. Bangsarnir gleðja og hvetja til útiveru á tímum samkomubanns. 

Landvernd og Skólar á grænni grein (grænfáninn) senda fjölskyldum og skólum nokkrar skemmtilegar hugmyndir að því hvernig má útfæra bangsagöngur þannig að læra megi um lífbreytileika í leiðinni. 

Til krakka

Til eru allskonar dýr á jörðinni. Dýrin eru af mismunandi tegundum og búa á ólíkum svæðum. Sum dýr lifa í sjónum á meðan önnur dýr hafast við í skóglendi. Hvernig dýr sérð þú í bangsagöngunni?  

Mundu að þó dýr séu af sömu tegund þá geta þau einnig verið breytileg. Þú ert til dæmis ekki eins og bekkjarfélagi þinn.  

Til fullorðinna 

Lífbreytileiki og mismunandi tegundir 

Þróun lífvera á jörðinni hefur tekið milljónir ára og á þessum tíma hafa þróast ótal tegundir lífvera. Lífbreytileiki, einnig kallaður líffræðilegur fjölbreytileiki, felur í sér fjölbreytileika allra lífvera, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. En lífverur af sömu tegund geta líka verið ólíkar. Horfðu yfir vinnufélaga eða fjölskyldu og sjáðu hvað allir eru ólíkir. Þessi breytileiki er einnig hluti af lífbreytileika. Dæmi um ólíkar tegundir lífvera: sveppur, fluga, refur, amaba og hvalur. Að varðveita og viðhalda lífbreytileika gerir lífríkið á jörðinni betur í stakk búið til að takast á við breytingar í umhverfinu og lifa af.  

Bangsagönguhugmyndir 

skoða verkefnin

Verkefnakista Skóla á grænni grein

Verkefnin eru öllum opin til notkunar án endurgjalds.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd