Ljósártungur eru jarðhitasvæði sem liggur í vestanverðri Torfajökulsöskjunni, vestan við Hrafntinnusker.
Ljósártungur

Ljósártungur liggja í vestanverðri Torfajökulsöskjunni, vestan við Hrafntinnusker í um 850-1000 m hæð yfir sjávarmáli. Svæðið er litríkt en einkennandi jarðmyndanir eru líparíttúff ásamt öflugum gufu- og leirhverum. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur- og Austur- Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Jarðhiti og jarðhitamerki á svæðinu ná yfir um 200 km2 svæði, en öll svæðin eru í Friðlandi að fjallabaki og því utan laga um verndar-og orkunýtingaráætlun. Ekki stendur til að virkja á svæðinu.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is