Ljósifoss

Ljósifoss er staðsettur í Soginu sem er stærsta lindá landsins. Ljósafossstöð er elsta virkjunin í Soginu, en rekstur hennar hófst árið 1937 þegar tvær vélasamstæður með samtals 8,8 MW voru settar upp. Þriðju vélinni var síðan bætt við árið 1944 og er hún 5,5 MW. Við virkjunina var stífla reist í útfalli Úlfljótsvatns og hækkaði þá yfirborð þess um einn metra. Afl Ljósafossstöðvar er 15 MW.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is