Markarfljót og Hattafell

Markarfljót og vatnasvið þess er ósnortið og tengist einstökum víðernum við Friðland að fjallabaki. Markarfljót kemur að mestu úr Mýrdalsjökli en einnig renna í það kvíslar úr Eyjafjallajökli, Tindfjöllum og Torfajökli. Einstakt samspil jökla og eldvirkni setur svip sinn á svæðið enda rennur Markarfljót milli jökulhulinna megineldstöðva, um mikla sanda og gljúfur. Stórt grágæsavarp er við ósa Markarfljóts sem veitir svæðinu alþjóðlegt gildi á þeim forsendum. Jafnframt liggur Markarfljót um mikilvæga útivistarparadís sem laðar til sín ferðamenn úr öllum heimshornum ár hvert. Virkjunarhugmyndir við Markarfljót falla í verndarflokk þar sem Friðland að fjallabaki er í jaðri svæðisins. Virkjunarhugmyndin Markarfljótsvirkjun A myndi fela í sér 14 MW virkjun með stíflun Markarfljóts og e.t.v virkjun falls ofan af Launfitarsandi, svonefnda Sátuvirkjun.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is