flugvel, landvernd.is

Loftslagskrísan er orkukrísa – Umsögn Landverndar um orkuskipti í flugi

Mjög mikilvægt er að draga strax úr losun frá flugsamgöngum. Landvernd telur að stefna og aðgerðir sem birtast í skjalinu séu almennt jákvæð en að því miður virðist undirliggjandi ástæður fyrir orkuskiptum hafa gleymst.

Landvernd hefur skilað inn umsögn um stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Umsögnina má finna í heild sinni neðst í greininni.

Landvernd þakkar fyrir framsýni í þessu mikilvæga loftslagsmáli. Mjög mikilvægt er að draga strax úr losun frá flugsamgöngum.

Starfshópurinn hefur því miður ekki leitað til breiðs hóps hagaðila og aðallega þeirra sem hafa beina hagsmuni af aukinni flugumferð. Það er miður að ekki var leitað til annarra hagaðila og endurspeglar valið ekki ástæðu þess að fara þarf í orkuskipti, nefnilega samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Því er einkar mikilvægt að vandlega verði farið yfir þær umsagnir sem berast um stefnuna og aðgerðaáætlun og þær uppfærðar í samræmi.

Horfur í flugi

Talað er um að bjartsýnar spár bendi til mikillar aukningar í flugi. Þetta sýnir að starfshópurinn hefur ekki haft markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í huga við gerð stefnu/aðgerðaáætlunar, það er ekkert bjartsýnt við það að auka flugumferð á tímum þar sem losun frá flugi eykst og tækniframfarir benda ekki til þess að hægt verði að fara meira en nokkur hundruð kílómetra með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti á næstu 10 árum.

Loftslagskrísan er orkukrísa 

Annað sem hefur gleymst við gerð stefnu og aðgerðaáætlunar fyrir orkuskipti í flugi er að gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda sem eykst á heimsvísu með hverju árinu er að það er ósjálfbær og óhófleg orkunotkun sem er rót vandans. Því geta lausnir sem eru mjög orkufrekar eins og e- kerosene (bls. 15) aldrei komið í staðin fyrir jarðefnaeldsneyti nema að litlu leyti. Það er því rangt sem haldið er fram að stærsta áskorunin við e-kerosene sé hár kostnaður: stærsta áskorunin er gríðarleg orkunotkun. Framboð af orku sem ekki losar gróðurhúsalofttegundir er einfaldlega allt of lítið eins og er og aukning þess framboðs hefur í för með sér annars konar umhverfisspjöll og verður því að skoða vandlega og meta kosti og galla áður en farið er í framkvæmdir til að afla e-orku. Í öllu falli verður ekki síður mikilvægt að draga úr flugi ef nota á e-kerosene í stað jarðefnaeldsneytis vegna þess hve orkufrek framleiðslan á slíku eldsneytið er.

Bein nýting rafmagns er hagkvæmust. Með því að rafvæða innanlandsflug er hæsta orkunýtnin tryggð sem og að tryggt er að innlendir orkugjafar verði nýttir. Ef stefnt verður að e.k. rafeldsneyti, þ.m.t. vetni, í innanlandsflugi verður um að ræða verðsamkeppni við erlenda framleiðendur og óvíst hvort innlent rafeldsneyti verður ofan á. Sjálfbærast er að stefna að rafvæðingu innanlandsflugs fram yfir rafeldsneyti. Avinor í Noregi ætlar að rafvæða allar ferðir sem eru styttri en 90 mín fyrir 2040. Allt innanlandsflug á Íslandi fellur innan þessa tímaramma og því ætti þetta að vera eindregin stefna Íslands.

Alþjóðaflug

Mjög mikilvægt er að draga strax úr losun frá flugsamgöngum. Í alþjóðaflugi þýðir það að stefnt verði að samdrætti í flugi þar sem tækilausnir eru ekki í augsýn á næstu árum. Því skortir aðgerðir í aðgerðaáætlun sem miða að þessu eins og flugskatti og aðgerðir sem miða að því að fá ferðamenn til að dvelja lengur á landinu. Lengri dvalartími og innhaldsríkari ferðalög, en jafnframt færri ferðir, er mikilvæg leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Fleiri fjarfundir í stað stuttra viðskiptaferða er önnur. Ferðlagið má ekki vera markmið í sjálfu sér heldur dvölin og upplifun á framandi slóð. Lengri dvöl getur verið ávísun á bæði meiri upplifun og minni losun gróðurhúsaloftegunda. Markaðssetning á Íslandi sem áningarstað ferðamanna verður að taka mið af þessu.

Losun vegna samgangna til og frá flugvöllum

Mikil losun á sér stað við ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Alvarlega ætti að skoða að koma á rafmagnslest frá Reykjavík til Keflavíkur sem myndi draga úr umferð einkabíla og flugrúta með tilheyrandi beinni losun en einnig töluvert minna sliti á vegum sem einnig er uppspretta losunar og svifryks. Það er löngu tímbært, og í raun skammarlegt, að Isavia hafi ekki tryggt Strætó gott aðgengi að flugvallastæðinu. Allstaðar í þeim löndum sem við berum okkur saman er lögð áhersla á góðar almenningssamgöngur til og frá flugvöllum. Hér á landi virðist meiri áhersla vera lögð á að gæta hagsmuna einkafyrirtækja með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Að mati Landverndar ætti að skoða þennan þátt losunar tengdu flugi mun betur.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.