20070312101236380565

Losun gróðurhúsalofttegunda – umsögn Landverndar

Álframleiðsla á Íslandi er í hnattrænu samhengi óhagstæð með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda.

Í umsögn Landverndar um frumvarp til laga um losun gróðurhúsalofttegunda kemur fram að til þess að fullnýta losunarheimildirnar sem gert er ráð fyrir að lögfesta þurfi markvisst að auka losun umtalsvert eftir því sem líður á tímabilið. Ekki fæst betur séð en að þessi mörk myndu t.d. rúma stækkun álvers í Straumsvík, álver í Helguvík og Húsavík og jafnvel einnig í Þorlákshöfn, svo fremi sem einhverjar þessara eininga yrðu gangsettar tiltölulega seint á tímabilinu.

Hér að neðan er útdráttur úr umsögn Landverndar um frumvarp til laga um losun gróðurhúsalofttegunda.

Útdráttur

Landvernd fagnar því að verið sé að vinna lagaramma sem gerir stjórnvöldum
mögulegt að stýra losun þessara tilteknu lofttegunda. Mikilvægt er að mannkynið
axsli sína ábyrgð og til þess þurfa ríki heims öll að leggja sitt af mörkum. Góður lagarammi er forsenda þess að það sé hægt. Margt í frumvarpinu er vandað og gott, en ekki verður hjá því komist að gera athugasemdir við umfang losunarheimilda sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Á tímabilinu 2008-2012 verða, skv. frumvarpinu, 10,5 milljón tonn af CO2 til úthlutunar eða sem nemur 2,1 milljón tonna á ári. Á bak við þá tölu eru m.a. 8 milljón tonn CO2 sem eru til úthlutunar skv. svokölluðu „íslenska ákvæði“ Kyoto bókunarinnar, eða sem nemur 1,6 milljónum tonna á ári.

Ljóst er að losun á fyrstu árum tímabilsins verður úthlutun talsvert undir 2,1 milljón
tonna, sem er meðal úthlutunarheimild á ári yfir tímabilið. Til þess að fullnýta þær
losunarheimildir, sem hér er gert ráð fyrir að lögfesta, þyrfti því markvisst að auka
losun GHL umtalsvert eftir því sem líður á tímabilið. Ekki fæst betur séð en að þessi mörk myndu t.d. rúma stækkun álvers í Straumsvík, álver í Helguvík og Húsavík og jafnvel einnig í Þorlákshöfn, svo fremi sem einhverjar þessara eininga yrðu gangsettar tiltölulega seint á tímabilinu.

Það er útbreiddur misskilningur að álframleiðsla á Íslandi þurfi endilega að vera jákvæð í hnattrænu samhengi. Staðreyndin er sú að víða í heiminum er að finna báxítnámur og óvirkjað vatnsafl á svipuðum slóðum. Þetta á t.a.m. við Indland og Mið Ameríku. Í stað þess að flytja 2 tonn af súráli um langan veg frá þessum slóðum til þess að framleiða 1 tonn af áli með vatnsafli, væri nær að framleiða álið með vatnsafli þar sem báxítnámurnar eru. Það má því setja dæmið upp á þann veg að framlag Íslands til þess að taka á þeim hnattræna vanda sem við okkur blasir sé 6.000 til 20.000 km óþörf sigling, frá löndum á borð við Jamaica og Ástralíu. Þeim flutningum fylgir óhjákvæmilega losun GHL. Til nánari útskýringa á því sem hér er bent á fylgja valdar glærur úr fyrirlestri Landverndar um áliðnað og orkumál í hnattrænu samhengi.

Lesa umsögn Landverndar um frumvarp til laga um losun gróðurhúsalofttegunda

Skoða glærur úr fyrirlestri um álframleiðslu í hnattrænu samhengi

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.