Ræktaðu matjurtir í Alviðru

Blómkál, kartöflur, nípa og salat. Mynd af uppskeru úr matjurtaræktun í Alviðru. landvernd.is
Blómkál, kartöflur, nípa og salat. Mynd af uppskeru úr matjurtaræktun í Alviðru. landvernd.is
Félögum Landverndar býðst að rækta eigin matjurtir í góðum félagsskap í Alviðru í sumar. Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur hefur umsjón með grenndargarðinum.

Komdu og ræktaðu með okkur

Félagsmönnum Landverndar er boðið að taka þátt í samfélagi ræktenda í sumar. 

Sumarhúsið og garðurinn undir stjórn Auður I. Ottesen garðyrkjufræðings hefur tekið að sér umsjón með grenndargarði og félagslandbúnaði á Alviðru.

Skráning er á audur@rit.is og í síma 824 0056.

 

Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur stendur utandyra með nýupptekinn blómkálshaus í höndinni.
Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur með nýupptekið blómkál.

 

Matjurtagarður í Alviðru

Svæðið vestan við fjósið á Alviðru hentar vel til ræktunnar matjurta, jarðvegur þar er áburðarríkur. Fyrirhugað er að gróðursetja berjarunna sem Auður er að rækta upp af græðlingum við ræktunarsvæðið, æt sumarblóm og fjölærar kryddplöntur verða gróðursettar í beð sem allir þátttakendur fá aðgang að.

 

Kynningarfundur í Alviðru 8. maí 2021

Hópur fólks stendur fyrir utan Alviðru, fræðslu og umhverfissetur Landverndar.
Alviðra er umhverfis og fræðslusetur Landverndar.

 

Boðað er til fundar á Alviðru laugardaginn 8. maí kl. 11-15. Verkefnið verður kynnt kl. 13:00

Ræktaðu þitt eigið grænmeti í Alviðru

 

Aðgengi er að kaffiaðstöðu í Alviðru, hrossaskít, vökvunarvatni og verkfærum.

Í grenndargarðinum er í boði 30 fermetra ræktunarreitir 2021. Árgjald kr. 6.500.

10 manns á hnjánum í kringum matjurtarbeð að handleika moldina. Matjurtaræktun í Alviðru.
Moldin handleikin í tilraunaræktun í Alviðru.

Tilraunir með hraukræktun

Félagslandbúnaður á Alviðru verður í boði sumarið 2022. Undirbúningur hraukræktunarbeða verður í sumar. Félagsmenn koma að ræktunni eftir eins og þeim hentar best, gjald er tekið fyrir aðildina sem greiðir fyrir laun umsjónarmanns félagslandbúnaðarins.

Þátttakendur nýta í sameiningu uppskeruna í félagslandbúnaðarreitunum.

Frekari upplýsingar veitir Auður I. Ottesen, s 8240056, audur@rit.is

Tengt efni

Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Alviðra – Fræðslusetur Landverndar

ALVIÐRA Fræðslusetur Landverndar Alviðra er fræðslusetur Landverndar, þar sem boðið er upp á fræðslu um lífríkið og jarðfræði. Hafa samband Tjaldur á flugi við Alviðru. ...
Nánar →

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd