Meitillinn

Meitillinn, eða Litli- og Stóri Meitill liggja á suðurhluta Hengilssvæðisins austan við Þrengslaveg. Þeir eru að mestu úr móbergi og umhverfis eru nútímahraun sem runnu fyrir um 2000 árum. Þarna er vinsælt útivistarsvæði, fornar leiðir og Eldborg sem er á náttúruminjaskrá. Ekki er jarðhiti á yfirborði og því þarf að leggjast í rannsóknarboranir til þess að skera úr um möguleika til raforkuvinnslu. Orkuveita Reykjavíkur fyrirhugar borun á rannsóknarholum á tveimur svæðum í Ölfusi austan við Litla-Meitil en uppsett rafafl er 45 MW. Skipulagsstofnun telur að áhrif rannsóknaborana við Litla-Meitil yrðu umtalsverð og hefðu varanleg neikvæð áhrif á landslagsgildi svæðisins sem er lítt snortið af mannvirkjum. Þar af leiðandi hefðu slíkar framkvæmdir einnig neikvæð áhrif á útivistargildi svæðisins.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is