Mjólkárvirkjun

Mjólká og Hófsá eiga vatnasvið sitt á Glámuhálendi og renna þær í Borgarfjörð í Arnarfirði. Mjólkárvirkjun nýtir vatnasvið bæði Mjólkár og Hófsár og var byggð af Rafmagnsveitum ríkisins á árunum 1956-58. Orkubú Vestfjarða, sem stofnað var árið 1978, tók svo við rekstrinum. Núverandi Mjólkárvirkjun er í raun þrjár virkjanir; Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III (byggð 2010) sem eru 11,2 MW samanlagt.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is