Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

Í nóvember ætlum við að tileinka okkur nægjusemi og hvetjum sem flest að vera með!

Þessi vefur mun taka breytingum því lengra sem líður á mánuðinn. Hér munu birtast upplýsingar um viðburði, greinaskrif, fræðslu, verkefni fyrir vinnustaði og skóla o.fl.

Fylgstu með Nægjusömum nóvember á TIKTOK !

Nægjusemi er...

Jákvæð

Þau sem lifa nægju­sömu lífi fá sjaldan þá til­finn­ingu að þau skorti eitt­hvað, því nægjusemi er hugsunarháttur allsnægta.

Auðveld

Við njótum lífs­ins núna og eyðum ekki orku í að hugsa um að allt verði betra þegar við náum að eign­ast ákveðna hluti í fram­tíð­inni.

Valdeflandi

Nægju­semi er eitt af því öfl­ug­asta sem við sem ein­stak­lingar geta gert til þess að minnka vistsporið okkar.

Nauðsynleg

Við göngum minna á nátt­úr­una og á rétt núver­andi og kom­andi kyn­slóða á góðu lifi.

Greinar um nægjusaman nóvember

Að hafa eða vera

„Að hafa eða að vera“ snýst um hvað gerir líf fólks raunverulega merkingarbært og opnar augu lesandans fyrir afleiðingum neyslumenningarinnar. Skilaboðin eru m.a. að sönn hamingja felist ekki í því að hafa, heldur í því að vera.

Úr vítahring hagvaxtar

“Gott líf má ekki kosta okkur Jörðina og ekki heilsuna heldur.” Hér skrifar Guðrún Schmidt um mikilvægi þess að horfa á núverandi hagkerfi gagnrýnum augum. Í raun sé sá vöxtur sem við ættum að rækta er vitsmunalegur, siðferðilegur, félagslegur og andlegur.

Hefur þú tíma?

Nóvember er mánuður tilboða og freistinga, okkur er stöðugt talin trú um að við þurfum meira. Hvatningarátakið Nægjusamur nóvember snýr þessari hugsun á hvolf og minnir okkur á að við eigum oft nóg ef við gefum okkur tíma til að taka eftir því og njóta þess. 

Nægjusemi sem mikilvægt gildi fyrir alla

Ímyndaðu þér líf þar sem þú upplifir þakklæti, gleði, hamingju, rósemd og sátt. Ef þú hefur tileinkað þér nægjusemi er líklegt að þú upplifir einmitt þessar tilfinningar. Ímyndaðu þér síðan hvaða áhrif nægjusemin hefði á samfélagið í heild.

Hlutaveikin

Hugleiðingar Þorgerðar Maríu formanns Landverndar um nægjusemi. Þorgerður fjallar um áhrif tilboðsdaga á hegðun og líðan, líklega eitthvað sem margir kannast við.

Hvatning, taktu þátt í nægjusömum nóvember

Grein Guðrúnar Schmidt um neyslu og nægjusemi. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir efnum en ekki þörf. það þarf að endur­stilla neyslu­menningu okkar.

Veljum nægjusemi alltaf

Veljum nægjusemi, ekki bara í nóvember heldur gerum hana að lífsstíl okkar alla daga.
Landvernd og Grænfáninn þakkar samstarfsaðilum og almenningi fyrir góðar undirtektir. Við mætum sterk til leiks að ári og höldum áfram að minna á nægjusemina! 

Fæst hamingjan á útsölu?

Rannsóknir sýna að þessi fimm atriði sem skipta hvað mestu máli fyrir vellíðan okkar. 

Leikir og hugvekjur

Leikir og hugvekjur sem tilvalið er að nýta sér í  Nægjusömum nóvember hvort sem það er með fjölskyldunni, á vinnustaðnum, í saumaklúbbnum,  vinahópnum eða  kennslustofunni.

Viðtöl

Gætir þú verið með hlutaveiki?

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar fræddi hlustendur Bítisins um Nægjusaman nóvember. Viðtalið má finna hér

Þorgerður María

„Prógram­merað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“

Þorgerður María formaður Landverndar mælir með því að vera með lista yfir það sem manni vantar. Ef það er ekki á listanum þá þarf ekki að kaupa það. Viðtalið má finna hér

Nægjusamur nóvember – mótsvar Landverndar við neysluhyggju

Viðtal við Guðrúnu Schmidt um m.a. ástæðu þess að Landvernd stendur fyrir hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember. Viðtalið má lesa hér

Nægjusamur nóvember er hvatningarátak Landverndar og Grænfánaskóla í samstarfi við Norræna húsið og Saman gegn sóun.