Næstu skref í rammaáætlun

Eldvörp eru einstök á heimsmælikvarða en eru í stórhættu vegna stóriðju! verndum náttúruna gegn stóriðju, landvernd.is
Ellert Grétarsson Mynd Ellert Grétarsson Náttúruperlan Eldvörp á Reykjanesi er algjörlega einstök. Eldvörp eru í hættu.
Aðalfundur Landverndar 13. apríl 2013 samþykkti ályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun og næstu skref í rammaáætlun.

Aðalfundur Landverndar 13. apríl 2013 samþykkti eftirfarandi ályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun og næstu skref í rammaáætlun:

Aðalfundur Landverndar telur það vera áfangasigur í náttúruvernd á Íslandi, að rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hafi verið samþykkt á Alþingi . Aðalfundurinn telur þó að enn þurfi að tryggja vernd hálendis Íslands með friðlýsingu svæðisins gegn frekari röskun.
Fundurinn ítrekar það mat Landverndar að fleiri virkjanahugmyndir í jarðvarma færist úr nýtingarflokki í biðflokk í næsta áfanga áætlunarinnar, þar til meira er vitað um umhverfis- og heilsufarsleg áhrif jarðvarmavirkjana og lausnir hafa fundist á vandamálum sem tengjast förgun affallsvatns og brennisteinsvetnis.
Auk þess áréttar aðalfundur Landverndar mikilvægi þess að svæði með hátt náttúruverndargildi eins og vatnasvið jökulsánna í Skagafirði, Hólmsá og Skaftá í Skaftárhreppi og Skjálfandafljót verði settar í verndarflokk í næsta áfanga áætlunarinnar. Þá álítur aðalfundurinn að endurskoða þurfi sérstaklega flokkun sumra jarðvarmavirkjana sem nú eru í orkunýtingarflokk, m.a. þeirra sem ógnað geta einstökum náttúruperlum líkt og í tilfelli Bjarnarflagsvirkjunar við Mývatn og á Reykjanesskaga.

Lesa ályktun Landverndar

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd