Norræna loftslagsspjallið á næsta leiti

Norræna skólaspjallið er leið til að kynnast ungmennum og spjalla um málefni sem brenna á ungmennum á nýstárlegan hátt.
Þann 11. nóvember nk. ræða nemendur á Norðurlöndunum saman um loftslagsmál í spjall rúllettu. Við hvetjum bekki til að taka þátt! Þetta er nýstárleg og skemmtileg leið fyrir nemendur til að kynnast öðrum ungmennum og ræða spurningar sem brenna á þeim.

Norræna loftslagsspjallið

Þann 11. nóvember sem er Norræni loftslagsdagurinn fer fram skólaspjall á Norden i skolen.

Skemmtileg spjall rúlletta

Norræna skólaspjallið er hálfgerð spjall rúlletta þar sem bekkir hittast á vefnum og tala saman í nokkrar mínútur um ákveðna spurningu. Svo birtist næsti bekkur og spjallið heldur áfram.

Skólaspjallið er nýstárleg og skemmtileg leið fyrir nemendur á Norðurlöndum til að kynnast hver öðrum.

Nemendur í brennidepli

Í Loftslagsspjallinu fá nemendur tækifæri til að láta rödd sína heyrast og spjalla við ungmenni í öðrum löndum. Notast er við  valdeflandi og nemendamiðaðar aðferðir sem eru meðal helstu einkenna menntunar til sjálfbærni og því tilvalið fyrir grænfánaskóla að taka þátt. 

Loftslagsmál brenna á ungu fólki

Loftslagsmál eru ofarlega á baugi hjá ungu fólki og veitir loftslagsspjallið nemendur tækifæri til að heyra hvað brennur á ungmennum í öðrum löndum.

Um hvað verður spjallað?

Nemendur ræða um loftslagsmál og það sem á þeim brennur. Fyrir hvert spjall birtist spurning sem nemendur ræða. Ef áhugi er á því að undirbúa nemendur (ekki skylda) fyrir spjallið þá má skoða umræðuspurningarnar hér að neðan, eða kíkja á örfræðslu og verkefni í afmælispakka grænfánans um loftslagsmál og valdeflingu sem kom út í október. 

Hvenær – Hvar – Hver

Hvenær? 11. nóveber 2021 kl. 12-13 (GMT), 13-14 (CET)

Hvar? Á vef Norden i skolen

Fyrir hvern? Nemendur í 7.-10. bekk.

Skráning og nánari upplýsingar:  Skráning og nánari upplýsingar má finna á vef Norden i skolen.  

Hvað er Norrænt skólaspjall?

Kynntu þér þessa skemmtilegu leið til samskipta og náms og skráðu bekkinn. Það er öllum að kostnaðarlausu. 

1. Hvaða vandamála mun hlýrra loftslag leiða til?

2. Hverjir eru það sem finna harðast fyrir loftlagsbreytingum

3. Hverjir bera ábyrgð á því að halda hnattrænni hlýnun í skefjum?

4. Finnur þú fyrir kvíða vegna loftslagsbreytinga, hvað er það sem veldur mestum kvíða?

5. Hvers vegna er  mikilvægt að fjöldi ólíkra dýra, skordýra og plantna fyrirfinnist á jörðini (líffræðilegur fjölbreytileiki)?

6. Er það hinn ríki eða fátæki hluti heimsins sem ber stærsta ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda?

7. Hvernig myndir þú vilja þú að heimurinn liti út árið 2050?

8. Hvernig heldur að ferðalög muni ganga fyrir sig árið 2050?

9. Hvernig heldur þú að matarvenjur okkar muni vera árið 2050?

10. Af hverju þurfum við að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti eins og kol og olíu?

11. Hvaða orkulindir heldur þú að muni veðra algengast í heimalandi þínu árið 2050, og af hvaða ástæðum?

12. Hvers vegna er mikilvægt að takmarka hnattræna hlýnun eins mikið og mögulegt er?

13. Hvað þarf stjórnmálafólk að gera til að hamla hlýnun jarðar

14. Komið ykkur saman um þrjú málefni sem hafa góð áhrif á framtíð plánetunnar.

15. Komið ykkur saman um þrjú málefni sem hafa slæm áhrif á framtíð plánetunnar.

Fyrir þau sem vilja undirbúa bekkinn sinn aukalega, er hægt að þjófstarta spjallinu og skoða þessar spurningar með nemendum.

Kynntu þér menntun til sjálfbærni

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd