yfirlitskort

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, margvísleg og óumdeild. Sjókvíaeldisiðnaðurinn af þeirri stærðargráðu eins og hann hefur byggst upp á Íslandi í dag er í öllum grundvallaratriðum ósjálfbær og getur valdið miklum skaða á vistkerfum og setur auk þess framtíð villta laxastofnsins í hættu sem hefur sýnt sig nú þegar. Að auki eru íbúar mótfallnir sjókvíaeldi í Seyðisfirði.

Landvernd hvetur almenning til þess að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista gegn áformunum.

Sú staðreynd að um 75% íbúa Seyðisfjarðar, samkvæmt skoðanakönnun Gallup frá 20231, eru á móti sjókvíaeldi í firðinum sínum ætti að vera nóg ástæða fyrir Kaldvík til að draga áform sín til baka í stað þess að reyna að þvinga þeim upp á heimamenn. Auk þess eru 61% landsmanna neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup (nóvember 20242.)

Öll rök hníga að því að ekki skuli leyfa sjókvíaeldi í Seyðisfirði en áhættumat er vanunnið og hægt að sýna fram á með nokkuð einföldum hætti að ofanflóðahætta er töluverð. Sjá mynd:

hagsmunir almennings, frjálsra félagasamtaka og náttúrunnar eiga að vega þyngra en hagsmunir eins fyrirtækis sem ber að virða íbúalýðræði en hefur ekki gert. Íbúar Seyðisfjarðar og í raun landsins alls hafa lögmætar væntingar um að það verði hætt við öll sjókvíaeldisáform í Seyðisfirði.Laxeldi í opnum sjókvíum er ekki í takt við tímann og tilheyrir ekki framtíðarsýn í umhverfis-, dýravelferðar- og sjálfbærnimálum.

Með vísan í ofangreind atriði krefst Landvernd að tillaga að rekstrarleyfi Kaldvíkur verði dregin til baka og umsókn um rekstrarleyfi hafnað!

 

  1. https://www.visir.is/g/20232379459d
  2. https://www.visir.is/g/20232386916d/fjorum-sinnum-fleiri-neikvaedir-en-jakvaedir-gagnvart-sjokvieldi

Umsögnina má finna í heild sinni hér:  Landvernd-sjokviaeldi-Seydisfjordur

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.