Októberpakki grænfánans er kominn út!

Ungt fólk hefur krafist tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum síðan í febrúar 2019 með vikulegum loftslagsverkföllum. Ljósmyndari: Gunnlaugur Rögnvaldsson. landvernd.is
Ljósmyndari: Gunnlaugur Rögnvaldsson
Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli á Íslandi og Starfsfólk Skóla á grænni grein sendir ykkur afmælispakka.

Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.

Loftslagsbreytingar og valdefling í október

Í október beinum við sjónum að loftslagsbreytingum og valdeflingu nemenda.

Loftslagsmál eru brýnustu mál samtímans og framtíðarinnar og hafa Skólar á grænni grein (Eco-Schools) verið leiðandi í að undirbúa ungmenni fyrir framtíðina. Verkefnið er samkvæmt UNESCO stærsta menntaverkefni í heimi og er unnið í 56.000 skólum í 70 löndum.

Áhersla er lögð á nemendamiðað nám, getu til aðgerða og valdeflingu en það eru einnig grunnþættir menntunar til sjálfbærni. Sjá: Hvað er menntun til sjálfbærni.

Hvað er í pakkanum?

Í pakkanum er stutt myndband um loftslagsbreytingar, verkefni og lesefni, auk ítarefnis.

Starfsfólk Skóla á grænni grein vonar að efnið nýtist kennurum og starfsfólki skóla og styðji við nám nemenda í þeirra þekkingarleit.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd