Orkuskipti sem við getum verið stolt af

Vatnajökull - orkuskiptin eiga ekki að vera í trássi við náttúruvernd.
Tillaga stjórnar að ályktun (drög 87.4.2023) Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og verndun hálendisins
Tryggvi Felixson skrifar um orkuskipti sem við getum verið stolt af. Náttúruvernd, loftslagsvernd og orkuskipti tala saman.

Landvernd kallar eftir orkustefnu og orkuskiptum þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Nýleg grænbók ráðherra orkumála lét hjá líða að kynna það sem valkost fyrir þjóðina. Úr því vill Landvernd bæta.

Grænni samgönguinnviði, orkunýtni og orkuskipti ber að setja í algjöran forgang þar sem þetta er grundvöllur þess að Íslendingar axli ábyrgð í loftslagsmálum.

Besti og hagkvæmasti kosturinn til að draga úr orkunotkun í samgöngum er að stórefla fjölbreytta ferðamáta með bættum innviðum sem og tæknilegum lausnum og fjárhagslegum hvötum til þess að styðja við gangandi og hjólandi vegfarendur, ásamt gagngerum umbótum í almenningssamgöngum.

En það dugar ekki til. Þá þarf að afla frekari orku til orkuskipta með betri nýtni og orkusparnaði á öllum sviðum. Ekki síst í stóðiðju sem tekur til sín 80% af raforku landsins. Raforkuframleiðsla Íslendinga er sú mesta í heimi á mann. Svigrúmið til að bæta nýtni er því verulegt. Setjum betri nýtni í forgang.

Samkvæmt nýlegri grænbók ráðherra orkumála á stærsti hluti áætlaðrar nýrrar orkuframleiðslu að fara í orkuskipti vegna millilandaflugs. Losun á hvern Íslending vegna millilandaflugs er ein sú mesta í heimi og um 10 sinnum meiri en meðaltalslosun í flugi í heiminum. Þótt eðlilegt sé að flugferðir séu hlutfallslega tíðari í eyjarsamfélagi en á meginlandi, sýnir þessi tala að ferðavenjur eru langt frá því að geta talist sjálfbærar. Mikilvægt er að draga úr orkunotkun í flugi með fjölbreyttum hætti, t.d. með betri fjarfundabúnaði til þess að draga úr ferðaþörf, sparneytnari flugvélum, og ‒ þegar fram líða stundir ‒ með ferjum og flugvélum sem ganga fyrir rafmagni.

Landvernd gagnrýnir áróður orkugeirans um yfirvofandi orkuskort og sviðmyndir sem sýna hömlulausa sókn eftir frekari virkjunum og tilraunir til að sniðganga og gengisfella þær reglur sem eiga að tryggja að nýting orkuauðlinda landsins valdi sem minnstum náttúruspjöllum. Eftirspurn eftir ódýrri orku er óendanleg. Forgangsröðun og bætt nýtni kemur í veg fyrir orkuskort. Hófsemi er dyggð sem ekki má gleymast og er hluti af lausn vandans.

Sýna verður varfærni ef afla á frekari raforku. Afar verðmæt íslensk náttúra og víðerni eru í húfi. Vönduð og fagleg rammaáætlun og marktækt mat á umhverfisáhrifum eru verkfærin sem við höfum til þessa.

Landverndar kallar eftir orkuskiptum sem við getum verið stolt af sem þjóð. 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. júní 2022.

Goðafoss í Skjálfandafljóti.

Orkuskiptahermir

Skoðaðu orkuskiptahermi Landverndar. Orkuskiptin geta farið fram án þess að eyðileggja einstaka íslenska náttúru.
Opna...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd