Rammáætlun – skýrslan kemur út 27. nóvember

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Skýrsla um 1. áfanga rammaáætlunar verður kynnt í dag, fimmtudag 27. nóvember.

Skýrsla um niðurstöðu 1. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er árangur vinnu sem hófst vorið 1999. Verkefnið er liður í viðleitni stjórnvalda að stuðla að sjálfbærri þróun á Íslandi.

Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi háskólarektor var skipaður formaður 16 manna verkefnisstjórnar. Með verkefnisstjórn störfuðu fjórir faghópar. Auk þess unnu Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun að verkefninu með rannsóknum og upplýsingaöflun. Orkufyrirtækin lögðu til fjölþættar upplýsingar um tilhögun virkjana og áhrif þeirra á umhverfið.

Landvernd annaðist samráðsvettvang verkefnisins og veitti verkefnisstjórn skrifstofuþjónustu.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd