Gjástykki. Ljósmynd Ómar Ragnarsson. Hér má sjá hvar grafa brýtur niður hraun sem rann á síðustu árum Kröfluelda sem geisuðu frá 1975 - 1984.

Rannsóknarleyfið i Gjástykki: aðeins hálf sagan sögð

Í tilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu kemur fram að Landsvirkjun hafi sótt um rannsóknarleyfi í Gjástykki í október 2004 þá er því haldið fram að bréfið sem frá Landsvirkjun í maí 2007 hafi verið ítrekun. Þar með er hálf sagan sögð.

Ljósmynd Ómar Ragnarsson.
Hér má sjá hvar unnið er að lagfæringum á gömlum slóða í Gjástykki. Í forgrunni er gígur úr Kröflueldum sem geisuðu frá 1975 – 1984.

Sjá einnig samantekt sem afhent var iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis á fundi Landverndar með nefndunum 7. september.

Rannsóknarleyfið i Gjástykki: aðeins hálf sagan sögð

Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu kemur fram að Landsvirkjun hafi sótt um rannsóknarleyfi í Gjástykki í október 2004 og þá er því haldið fram að bréfið sem Landsvirkjun sendi þann 8. maí 2007 hafi verið ítrekun. Því miður er hér aðeins hálf sagan sögð. Umsóknin frá 2004 náði aðeins til yfirborðsrannsókna en sú síðari innifelur einnig jarðboranir. Á þessu er grundvallar munur þar sem jarðboranir geta haft í för með sér rask sem yfirborðsrannsóknir gera ekki og því er ekki hægt að líta svo á að umsóknin frá 28. maí s.l. sé ítrekun á umsókninni frá 2004.

Þá hefur Landsvirkjun sent frá sér tilkynningu þar sem harmað er að Landvernd og SUNN skuli senda þingnefndum og fjölmiðlum bréf og biðja um opinbera rannsókn á útgáfu rannsóknarleyfis án þess að kynna sér málavexti. Fullyrðing Landsvirkjunar um að samtökin hafi ekki kynnt sér málavexti er fjærri sanni enda hafa samtökin aflað gagna hjá iðnaðarráðuneytinu.

Umsókn Landsvirkjunar frá október 2004
Það er rétt að Landsvirkjun sótti um rannsóknarleyfi í október 2004. Það er líka rétt að umsagnaraðilar hafi ekki lagst gegn útgáfu á leyfi til þeirra rannsókna sem þar var sótt um. Í þeirri umsók er hinsvegar ekki minnst einu orði á jarðboranir, enda takmarkaðist sú umsókn við yfirborðsrannsóknir. Í rannsóknarleyfinu umdeilda var hinsvegar veitt heimild til jarðborana í samræmi við umsóknina sem dagsett var 8. maí 2007. Það er því ekki hægt að líta svo á að gjörningur ráðuneytisins tveim dögum fyrir kosningar hafi verið afgreiðsla á umsókninni frá 2004.

Í umsókn Landsvirkjunar 2004 segir: „Markmið Landsvirkjunar er að kanna með yfirborðsrannsóknum umfang og grunneiginleika jarðhitasvæðisins ásamt hugsanlegri tengingu þess við jarðhitakerfið í Kröflu. Eingöngu er um að ræða mælingar á yfirborði og túlkun þeirra án framkvæmda er gætu valdið raski.“

Um þessa umsókn fjölluðu m.a. Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands segir: „Fram kemur í umsókn Landsvirkjunar að eingöngu sé um yfirborðsrannsóknir að ræða á þessu stigi sem hafi óverulegt rask í för með sér.“ Í umsögn Orkustofnunar segir: „Rannsóknir á þessum áfanga eru einvörðungu fyrirhugaðar sem yfirborðsrannsóknir og er því ekki að vænta neins teljanlega aukins usla eða rasks …“. Jafnframt segir í umsögn Orkustofnunar: „Viðeigandi rannsóknaráætlun er lögð fram í umsókninni, þar sem gert er einvörðungu ráð fyrir yfirborðsrannsóknum … “

Eins og gefur að skilja þá lögðust umsagnaraðilar ekki gegn þessum rannsóknum enda aðeins um yfirborðsrannsóknir að ræða sem framkvæma má án teljandi jarðrasks.

Ítrekun Landsvirkjunar september 2006
Um svipað leyti og Landsvirkjun sótti um rannsóknarleyfi í október 2004 barst iðnaðarráðuneytinu önnur umsókn um rannsóknarleyfi. Iðnaðarráðuneytið hafði ekki tiltækar neinar leiðir til þess að gera upp á milli umsækjenda og því frestaðist útgáfan svo sem raun ber vitni.

Í september 2006 sendir Landsvirkjun bréf til Iðnaðarráðuneytisins og ítrekar umsókn sína. Í því bréfi kemur fram að stefnt sé að því að sækja um ítarlegra rannsóknarleyfi, sem m.a. myndi fela í sér rannsóknarboranir. Samkvæmt tímaáætlun sem lögð er fram í því bréfi er stefnt að því að senda ráðuneytinu áðurnefnda umsókn um ítarlegra rannsóknarleyfi 1. janúar 2007.

Nýja umsóknin, 8. maí 2007
Þann 8. maí 2007, fjórum dögum fyrir Alþingiskosningar, sækir Landsvirkjun um rannsóknarleyfi. Að þessu sinni var ekki einvörðungu sótt um leyfi til yfirborðsrannsókna heldur var einnig sótt um leyfi til jarðborana, sbr. áætlun þeirra um að senda umsókn um „ítarlegra rannsóknarleyfi“. Í nýju umsókninni segir: „Yfirborðsrannsóknum er að mestu lokið á svæðinu og næsta skref í rannsóknum þar er borun rannsóknarhola.“ Um þessa umsókn hafa lögboðnir umsagnaraðilar ekki haft færi á að tjá sig og þar með virðist við útgáfu leyfisins ekki hafa verið farið að lögum.

Lokaorð
Það er afgreiðslan á nýju umsókninni, sem dagsett er 8. maí 2007, sem Landvernd og SUNN hafa óskað eftir að verði rannsökuð. Við afgreiðsluna var ekki leitað til lögboðnna umsagnaraðila, s.s. Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þó svo þessar stofnanir hafi á öðrum tíma tjáð sig um aðra umsókn sem var annars eðlis og takmarkaðist við yfirborðsrannsóknir þá er ekki hægt að yfirfæra þær umsagnir á þá rannsókn sem sótt var um og heimiluð var rétt fyrir kosningar.

Það verður seint of oft minnt á það að á háhitasvæðum geta rannsóknaboranir einar og sér haft verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér, eins og dæmin sanna. Því er brýnt að allur undirbúningur sé sem vandaðastur, umsagna sé aflað og að stuðlað sé að sátt um fyrirætlanir áður en að leyfi til rannsóknaborana eru veitt.

Þar með hefur hinn helmingur sögunnar verið sagður og lesendum ætti að vera ljóst að fullyrðing Landsvirkjunar um að Landvernd og SUNN hafi ekki kynnt sér málavexti á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.