Sæt tortíming – Sweet distruction sigrar Ungt Umhverfisfréttafólk 2021

Manneskja að bíta í jarðarís. Sigurvegari YRE 2021 Íris Lilja Jóhannsdóttir.
Íris Lilja Jóhannsdóttir í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er sigurvegari í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk 2021.

Íris Lilja Jóhannsdóttir, Fjölbrautaskólinn við Ármúla er sigurvegari í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk 2021.

Sæt tortíming – Sweet distruction

 

Umsögn dómnefndar

Ein mynd segir oft meira en þúsund orð. Þessi listræna nálgun á hækkandi hitastig jarðar og neysluhyggju okkar grípur strax augað og vekur mann til umhugsunar.

Keppnin Ungt umhverfisfréttafólk

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Verkefnið Young reporters for the Environment er alþjóðlegt systurverkefni  Skóla á grænni grein (Eco-schools) og er rekið af Landvernd á Íslandi.

Fjölmörg verkefni bárust í keppnina, voru þau af ólíkum toga og komu frá skólum víðsvegar af landinu.

Dómnefnd

Dómnefndina skipuðu Ragnhildur Þrastardóttir, blaðamaðurSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og Tryggvi Gunnarsson leikari og leikstjóri.

Ungir umhverfissinnarSamband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtök íslenskra stúdenta veita sérstök verðlaun fyrir flokkinn Val unga fólksins. Í þeirri dómnefnd voru Alma Stefánsdóttir frá Ungum umhverfissinnum, Magnús Gunnar Gíslason frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Kolbrún Lára Kjartansdóttir frá Landssamtökum íslenskra stúdenta.

Vegleg verðlaun voru í boði m.a. gjafakort og umhverfisvænar vörur

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd