Sagan

Skólar á grænni grein (Eco-schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education, landvernd.is
Skólar á grænni grein (Eco-schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Skólar á grænni grein (Eco-schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Uppruni verkefnisins

FEE stofnaði verkefnið árið 1992 til að svara ákalli og ályktun um þörf á slíku verkefni sem samþykkt var á heimsfundinum í Ríó árið 1992. Eitt af markmiðum Landverndar er að auka umhverfismennt í landinu og urðu samtökin aðilar að samtökunum Foundation for Environmental Education árið 2000. Ári síðar höfðu fyrstu skólarnir skráð sig í verkefnið og eru nú um 200 skólar á öllum skólastigum víðsvegar um landið virkir þátttakendur í verkefninu.

Grænfánaskóla má finna í 51.000 skólum í 67 löndum víðsvegar um heiminn

Fyrstu Grænfánaskólarnir á Íslandi

Fyrstu skólarnir á Íslandi voru grunnskólarnir Andakílsskóli á Hvanneyri, Fossvogsskóli og Selásskóli. Stuttu síðar hófu leikskólar þátttöku og tók leikskólinn Norðurberg í Hafnarfirði af skarið. Í dag eru skólar af öllum skólastigum þátttakendur í verkefninu.

Hvað gera Skólar á grænni grein?

Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd