Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Rammaáætlun: Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunarum áætlun um vernd og orkunýtingulandsvæða. Umsögn 13 náttúruverndarsamtaka

Landvernd, ásamt 12 öðrum félagasamtökum um náttúruvernd, sendi inn viðamikla umsögn um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Þar er m.a. lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum.

Umsögn um rammaáætlun.
Landvernd, ásamt 12 öðrum félagasamtökum um náttúruvernd, sendi inn viðamikla umsögn um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun).

Stofna á þjóðgarð á miðhálendi Íslands

Þar er m.a. lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum. 

Víðtækur stuðningur er við hálendisþjóðgarð

Nýleg skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir þau náttúruverndarsamtök sem standa að þessari umsögn leiddi í ljós að víðtækur stuðningur er við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: 56% aðspurðra voru hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu. 

Fyrsta skrefinu að stofnun miðhálendisþjóðgarðs er þegar náð með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Næsta skref væri tenging hans við fyrirhugaðan Hofsjökulsþjóðgarð og síðan myndu fleiri svæði fylgja í kjölfarið.

Friðlýsa þarf dýrmæt svæði

Í umsögninni er þeirri niðurstöðu fagnað að virkjanahugmyndir á landsvæðum sem nú þegar njóta friðlýsingar hafi ekki verið teknar með í drögum að þingsályktunartillögunni. Um er að ræða dýrmæt svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs og Friðlands að Fjallabaki. Jafnframt telja samtökin afar mikilsvert að tillagan geri ráð fyrir að dýrmæt náttúruverndarsvæði eins og Þjórsárver, allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, efsti hluti Tungnaár, Markarfljót, Djúpá og Hólmsá, Kerlingarfjöll, hluti Hengilssvæðisins (Bitra og Grændalur), Geysir og Gjástykki, auk annarra, verði sett í verndarflokk.

Stofna á eldfjallaþjóðgarð á Reykjanesskaga

Sterk rök hníga að því að stofnaður verði eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesskaga og því er lagt til í umsögninni að ákveðnar virkjunarhugmyndir á svæðinu færist í verndarflokk. Landvernd hefur áður komið að hugmyndum um eldfjallagarð á svæðinu. Reykjanesskagi er einstakt svæði á heimsvísu og verðmæti þess ekki síst mikið vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Þá leggja samtökin áherslu á að færa allar virkjunarhugmyndir í Skaftárhreppi í verndarflokk vegna einstakrar jarðfræði, náttúru og víðerna svæðisins. Einnig er lögð til friðun jökulsánna í Skagafirði.

Förum hægt í frekari orkunýtingu

Í heildina fela tillögur félagasamtakanna í sér nokkrar tilfærslur á virkjunarhugmyndum í bið- og verndarflokk. Í umsögninni er bent á að vert er að fara hægt í frekari orkunýtingu. Orkunýting felur iðulega í sér óafturkræf áhrif á náttúru landsins og því er mikilvægt að fara sér hægt, sérlega þar sem óvissa ríkir um umhverfisleg, samfélagsleg og heilsufarsleg áhrif. 

Virkjanir hafa óafturkræf áhrif á náttúru og samfélög

Samtökin minna einnig á að þegar hafi verið ráðist í margar virkjanir með miklum áhrifum á náttúru landsins. Auk þess er árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar einungis rúmlega 50 GWh2 á ári, en þeirri þörf má auðveldlega sinna með stórauknum orkusparnaði og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Að umsögninni stóðu

Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði
Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
Félag um verndun hálendis Austurlands
Framtíðarlandið
Fuglavernd
Landvernd
Náttúruvaktin
Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST)
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN)
Sól á Suðurlandi

Lesa umsögn um rammaáætlun.
Umsögn um drög að tillögu þingsályktunar um áæltun um vernd og orkunýtingu landssv
æða.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.